fbpx

KONUKVÖLD

AndreASAMSTARF
Færslan er unnin í samstarfi við mína eigin verlsun AndreA.

Konukvöld í miðbæ Hafnarfjarðar – Föstudaginn 15 mars frá kl 18-21 !!!
Opið í verslunum og veitingastöðum í miðbænum til kl 21.

Við í AndreA ætlum að gera okkur glaðan dag og bjóða ykkur okkar uppáhalds vörur, við höfum safnað saman frábæru fólki til að vera með okkur þetta kvöld.

OLIFA verður á staðnum og kynnir olíurnar sínar í bland við prosecco frá Allegrini
OLIFA þarf varla að kynna fyrir Íslendingum en við erum allar löngu komnar á OLIFA vagninn og hlökkum til að leyfa ykkur að smakka þessa Ítölsku/Hafnfirsku snilld.
Ása Regins meistarinn á bakvið OLIFA ætlar að vera hjá okkur, leyfa okkur að smakka og kynna okkur fyrir þessum frábæru vörum.ESSIE við höfum valið tvo liti sem okkur finnst ómissandi, 50 fyrstu viðskiptavinir okkar sem versla fá ESSIE naglalakk að gjöf.  Ég sjálf er alltaf með annaðhvort rautt eða ljóst,  ég virðist alveg föst þarna :) En báðir þessir litir eru ótrúlega fallegir.  Ég fékk að velja úr risastóru og endalausu litaúrvali mína tvo uppáhalds liti…. Russian Roulette & Ballett slippers

Russian roulette
er þessi fullkomni rauði, ekki of dökkur heldur alveg tær, bjartur rauður litur.
Ballett slippers er svo þessi fullkomni hreini, náttúrulegi litur með smá bleiku í,  Elísabet Bretlands drottning notar ekkert annað þannig að það er vel við hæfi að við notum hann líka :)BIOEFFECT verður á staðnum með ráðgjöf, allir sem versla fá glaðning frá BIOEFFECT í pokann sinn (á meðan birgðir endast)
Allir sem þekkja mig vita að ég gjörsamlega elska þessar vörur en það er ekki af ástæðulausu, þær eru hreinar, tærar, al íslenskar og svínvirka :)  Við höfum tekið alla línuna frá Bioeffect inn í búðina og nú getið þið verslað hana hjá okkur.KRYDD Í TILVERUNA… Lólý kemur með heimsins bestu Biscotti og leyfir okkur að smakka.


AndreA -15% afsláttur af öllum vörum á konukvöldinu.

Egils kristall & hafnfirskt sælgæti eins og það gerist best <3


LUKKUPOTTUR
Settu kvittunina þína með nafni og símanúmeri í lukkupott og einn heppinn viðskiptavinur vinnur lúxus pakka að verðmæti 50.000 …
(Drögum mánudaginn 18 Mars)

*Gjafabréf í AndreA fyrir 25.000
*BIOEFFECT Day serum & BIOEFFECT Osa water mist
*ESSIE naglalakk
*OLIFA hágæða Olíu

Hlökkum til að sjá ykkur
LoveLove
Andrea&Co


Hér er EVENTINN okkar

Hér er EVENTINN fyrir miðbæ Hafnarfjarðar.

1 ÁR Á TRENDNET

Skrifa Innlegg