Konudagur <3
Ég hef oft verið með einhvern dólg og ekki viljað halda uppá fyrirfram ákveðna daga, “Mig langar ekki endilega að fá blóm á konudaginn af því að þá á að gefa blóm, mig langar að fá blóm þegar að manninum mínum langar að gefa mér blóm” er eitthvað sem ég man eftir að hafa sagt :) En það er svo gott að geta skipt um skoðun og svo mýkist maður víst með árunum og í dag er ég á því að við eigum að fagna ástinni og lífinu við hvert einasta tækifæri sem gefst. Lífið er stutt og það er svo margt sem miður fer og við þurfum bara að eiga tillidaga, halda afmæli og nota allar stundir sem við getum til þess að gleðjast.
Konudagurinn 1999 er mér minnistæðastur af öllum (eða sá eini sem ég man almennilega eftir) af því að þá fæddist strákurinn okkar. Einn erfiðasti og dásamlegasti dagur lífs míns. Þegar ég var í þann mund að bugast, fæðinginn var löng og gekk mjög erfiðlega þá kom blómasending upp á spítala í tilefni konudagsins…. Risastór blómvöndur frá pabba mínum sem var úti á sjó. Sennilega besti blómvöndur sem ég hef á ævinni fengið, þegar ég hugsa svo til baka þá get ég rétt ímyndað mér hvernig þetta var fyrir hann, einn úti á ballarhafi að eignast sitt fyrsta barnabarn og vera svona óralangt í burtu, þá var ekki facetime, snapchat eða story. Takk pabbi
En í tilefni dagsins langar mig til að senda rafrænt knús á allar mínar konur, ég veit stundum ekki hvort að ég sé bara svona heppin en konurnar í mínu lífi eru magnaðar. #KONUR ERU KONUM BESTAR
Gleðilegan konudag konur
LoveLove
AndreA
Instagram: @andreamagnus
Instagram: @andreabyandrea
Skrifa Innlegg