fbpx

KEKB: SPURT & SVARAÐ – SÍÐUSTU DAGAR Í SÖLU

Konur eru konum Bestar

ALLT UM BOLINN ….

Það hefur vonandi ekki farið framhjá neinum að Konur eru Konum Bestar bolurinn okkar er farinn í sölu, nú í sjötta sinn.
Sjá einnig: KEKB – ENGINN VEIT NEITT OG ALLIR ERU BARA AÐ GERA SITT BESTA .

Herferðin er sterk og við erum ótrúlega stoltar af henni, sjá hér 👉  KEKB – SAMSTAÐA KVENNA Í SAMA GEIRA    

INSTAGRAM
Við erum virkar á Instagram reikningi KEKB en þar birtum við allt sem þið þurfið að vita um verkefnið.  Við elskum líka að sjá þegar þið merkið okkur í ykkar daglega lífi í bolnum.
Hér finnið þið okkur á Insta 👉 Konur eru konum bestar

Hvar fæst bolurinn?
Hér 👉🏻 konurerukonumbestar.com

Hvernig eru stærðirnar?
Bolurinn kemur frá XS – XXL
Sniðið á bolnum er beint & stærðirnar eru frekar stórar.
Þetta eru alveg eins bolir, sömu stærðir og síðustu ár fyrir ykkur sem eigið nú þegar KEKB bol.

Ég sjálf er oftast 36-38 eða Small og tek S í bolnum.
Small er stærðin sem ég fíla best en hann er þá smá laus og flottur til að gyrða ofan í buxur og púffa aðeins upp úr  (en ég er mest að vinna með það).
Ef ykkur langar að hafa hann lausan eða “oversized” þá mæli ég með að taka einni stærð stærri en vanalega.

Hvað verður bolurinn lengi í sölu?
Bolurinn er nú búinn að vera í sölu í viku og viðtökurnar hafa farið langt fram úr okkar björtustu vonum.  En ár hvert seljum við bolinn aðeins í tvær vikur eða á meðan birgðir endast.  Það eru því nokkrir dagar eftir en það er ekki mikið eftir að bolum þannig að ég hvet ykkur sem eigið eftir að næla ykkur í eintak að hafa hraðar hendur.

Er hægt að styrkja málefnið án þess að kaupa bol?
Já en ekki hjá okkur.  Í ár erum við að styrkja Ljónshjarta 🦁❤️
Ljónshjarta eru samtök til stuðnings yngra fólki (20-50 ára) sem misst hefur maka og börnunum þeirra.
Ef þú vilt leggja samtökunum lið getur þú lagt inn frjálst framlag á styrktarreikning Ljónshjarta.
Reikningsnúmer: 536-14-400960 Kennitala: 601213-0950

 

Ef þið hafið einhverjar aðrar spurningar þá er velkomið að senda á okkur á instagram <3
xxx
AndreA

 

 

 

DRAUMA AFMÆLISGJÖF

Skrifa Innlegg