fbpx

DRAUMA AFMÆLISGJÖF

AFMÆLIFERÐALÖGÍSLANDLÍFIÐ

Munið þið eftir covid? Ekki ég. 😅  Þegar ég hélt upp á afmælið mitt á síðasta ári fékk ég ferð í Hveragerði & gistingu á Gróðurhúsinu í afmælisgjöf frá góðum vinkonum.  Síðan mátti ekki neitt í smá tíma út af doltlu, þið þekkið þetta og svo bara hélt lífið áfram, allir uppteknir í sínu og allt í einu átti ég bara afmæli aftur.  Allavegana drifum við okkur loksins af stað í afmælisferðina á sunnudaginn og áttum ógleymanlegan sólarhring.

HERRA GUÐ hvað þetta var æðislegt.  Við vorum mjög heppnar með veður, MJÖÖÖÖG ég meina það er miður september og þarna lágum við í heitum læk lengst inni í dal í sólbaði…. Hver hefði trúað því?


Æ ég er búin að hlæja svo mikið af þessari mynd 😂 ég er ekki ein á henni ef vel er að gáð … 🧐

En ég mæli svo mikið með þessu fyrir vinahópa, að taka þessa göngu í Reykjadal, svo ótrúlega fallegt þarna og tiltölulega auðveld ganga. Það tekur ca 1,5 klst að ganga aðra leið.  Við vorum með nesti og næsheit sem við fengum okkur & fórum svo í heita lækinn sem var dásamlegt og gengum svo aftur niður.


Við fórum svo á Gróðurhúsið þar sem við gistum, fengum okkur æðislegan mat og höfðum það gott.  Fórum svo upp á herbergi í dásamlega mjúk rúm og hvíldum lúin bein.  Vöknuðum snemma, fengum okkur kaffi & croisant og fórum svo heim.
Daumadagur, kvöld nótt & morgun.

 

 

 

Ein þakklát kona fyrir ógleymanlega ferð og frábærar vinkonur <3
Takk fyrir mig 
xxx
AndreA

NAGLA ÞRENNA FYRIR VETURINN

Skrifa Innlegg