fbpx

KALDA – EINSTAKIR, ÍSLENSKIR & ÆÐISLEGIR SKÓR

SKÓRTíska

Það er bara eitthvað við fallega skó sem fær hjartað til að slá aðeins örar & ég verð að deila með ykkur skó “leyndarmáli” í Reykjavík.  Allir skóunnendur ættu að þekkja KALDA sem er íslenskt skómerki hannað af Katrínu Öldu Rafnsdóttur.
KALDA skórnir eru sérstakir, ótrúlega fallegir og allir með smá öðruvísi twisti alveg eins og ég vil hafa þá.

Ég á eldri KALDA skó sem ég nota ótrúlega mikið og langaði mikið til að sjá nýju línuna.   KALDA fæst á mörgum stöðum erlendis en hérna á Íslandi er KALDA með opið hús eða “sample sale” alla föstudaga.

Í bílskúr á Ægissíðu 74 er eitt lítið himnaríki fyrir skóunnendur.  Fullur bílskúr af allskonar gullmolum, sýnishornum og skóm sem hafa bara verið framleiddir í einu eintaki/pari.
Ég ætlaði að skoða,  vissi reyndar að ég myndi örugglega kaupa eitt par en ég réði ekki við mig og fór út með þrjú þar sem þeir voru á góðu verði.
Já það er bara eitthvað við fallega skó.  Og svo er bara æðislegt að kaupa beint frá “bónda” eða hönnuðinum sjálfum og íslenskt… JÁ TAKK

KALDA er á Ægissíðu 74 RVK – Opið alla föstudag 14-18
GoGoGo

Myndirnar hér að neðan eru af Instagram síðu KALDA  

 þ

Þessi tvö pör komu með mér heim ásamt hvítum stígvélum.
Grænu skórnir voru ást við fyrstu sýn, ég elska litinn. Þeir eru ótrúlega þægilegir, stöðugir og haldast vel á fætinum.
Hælarnir hjá Kalda eru líka flestir í fullkominni hæð,  alls ekki of háir og ekki of lágir.  Ég féll fyrir litnum en þeir eru líka til ljós bleikir og svartir, mögulega í fleiri litum.

Svo þessir …. Þetta er akkúrat það sem ég elska við KALDA, pínu öðruvísi …
Þessi hæll og lagið á skónum….. elska svona, ég var á þessum í vinnunni í allan dag og þeir fá fullt hús stiga varðandi þægindi.

 

LoveLove
AndreA

Instagram @andreamagnus
Instagram @andreabyandrea

DRESS: LITASAMSETNING SEM ÉG ELSKA

Skrifa Innlegg