fbpx

ÍSLAND // NORÐURLAND

FERÐALÖGÍSLAND

Halló Ísland ….
Ísland er heldur betur að tríta landann vel með þessu dásemdar veðri hér alla daga, ég elska að vera hér og skoða landið okkar á sumrin.  Ég fór á vestfirði síðustu helgi (blogga um það næst) og skoðaði norðurlandið helgina þar á undan.

Við fórum með litlum eða engum fyrirvara í “road trip”.  Ferðinni var heitið á Mývatn sem er sæmileg keyrsla á einum degi, við ákváðum því að fara rólega yfir, stoppa á mörgum skemmtilegum stöðum á leiðinni, skoða & njóta.

Fyrsta stopp var hér GLANNI í Borgarbyggð

Næsta stopp er stopp sem ég klikka aldrei á þegar ég fer norður en það er sundlaugin á Hofsósi.
Ég mæli eindregið með stoppi á Hofsósi, bæði er sundlaugin og staðurinn æði.  Í góðu veðri er líka dásamlegt að borða þarna á litlum veitingastað Sólvík með útsýni yfir hafið.
Eins oft og ég hef farið í sundlaugina á Hofsósi þá fór ég í fyrsta skipti niður að fjörunni beint fyrir neðan sundlaugina en þar er þetta stórkostlega stuðlaberg….

Eftir Hofsós – skoðuðum við Siglufjörð, knúsuðum fólkið okkar á Ólafsfirði, borðuðum á Akureyri, stoppuðum við Goðafoss og enduðum svo daginn á Mývatni.

Eitt tips… Ef þið farið þessa leið og farið á Ólafsfjörð þá mæli ég með FARYTALE AT SEA.   Að fara þarna um á sæþotu er klikkað gaman, það var ekki laust fyrir okkur í þetta skiptið en þetta er upplifun sem er tryllt og situr eftir, mig langar alltaf aftur.

(sjáið þið brúðhjónin ?)

Mývatn er magnað, ótrúlega fallegt, við skoðuðum Dimmuborgir sem eru náttúru undur, listaverk úr hrauni, ótrúlega fallegt og gaman að ganga þar um.  Við fórum í jarðböðin á Mývatni, veðrið var svo sannarlega með okkur en mælirinn sýndi 24 gráður á Mývatni, ég klæddi mig bókstaflega úr samfestingnum á bílastæðinu fyrir utan Jarðböðin og skipti í léttari föt.

Mæli með Mæli með, það er ótrúlega gaman að vera túristi í eigin landi.

LoveLove
AndreA

Instagram: @andreamagnus

HEIMSINS BESTA "SCRUNCHIE"

Skrifa Innlegg