Halló Ísland ….
Ísland er heldur betur að tríta landann vel með þessu dásemdar veðri hér alla daga, ég elska að vera hér og skoða landið okkar á sumrin. Ég fór á vestfirði síðustu helgi (blogga um það næst) og skoðaði norðurlandið helgina þar á undan.
–
Við fórum með litlum eða engum fyrirvara í “road trip”. Ferðinni var heitið á Mývatn sem er sæmileg keyrsla á einum degi, við ákváðum því að fara rólega yfir, stoppa á mörgum skemmtilegum stöðum á leiðinni, skoða & njóta.
Fyrsta stopp var hér GLANNI í Borgarbyggð
Næsta stopp er stopp sem ég klikka aldrei á þegar ég fer norður en það er sundlaugin á Hofsósi.
Ég mæli eindregið með stoppi á Hofsósi, bæði er sundlaugin og staðurinn æði. Í góðu veðri er líka dásamlegt að borða þarna á litlum veitingastað Sólvík með útsýni yfir hafið.
Eins oft og ég hef farið í sundlaugina á Hofsósi þá fór ég í fyrsta skipti niður að fjörunni beint fyrir neðan sundlaugina en þar er þetta stórkostlega stuðlaberg….
Eftir Hofsós – skoðuðum við Siglufjörð, knúsuðum fólkið okkar á Ólafsfirði, borðuðum á Akureyri, stoppuðum við Goðafoss og enduðum svo daginn á Mývatni.
–
Eitt tips… Ef þið farið þessa leið og farið á Ólafsfjörð þá mæli ég með FARYTALE AT SEA. Að fara þarna um á sæþotu er klikkað gaman, það var ekki laust fyrir okkur í þetta skiptið en þetta er upplifun sem er tryllt og situr eftir, mig langar alltaf aftur.
(sjáið þið brúðhjónin ?)
–
Mývatn er magnað, ótrúlega fallegt, við skoðuðum Dimmuborgir sem eru náttúru undur, listaverk úr hrauni, ótrúlega fallegt og gaman að ganga þar um. Við fórum í jarðböðin á Mývatni, veðrið var svo sannarlega með okkur en mælirinn sýndi 24 gráður á Mývatni, ég klæddi mig bókstaflega úr samfestingnum á bílastæðinu fyrir utan Jarðböðin og skipti í léttari föt.
Mæli með Mæli með, það er ótrúlega gaman að vera túristi í eigin landi.
LoveLove
AndreA
Instagram: @andreamagnus
Skrifa Innlegg