fbpx

HVAÐ GERÐIR ÞÚ UM PÁSKANA?

LÍFIÐ

Góðan daginn & gleðilega páska 🐣

Hvað gerðir þú um páskana?
Ég gerði ekki neitt. 🤷
Yfirleitt eru þessir dagar vel nýttir á skíðum eða á ferðalagi um heiminn en þið vitið hvernig þetta er, annað árið í röð erum við bara að reyna að finna upp á einhverju sem má gera.
Ef við lítum á björtu hliðarnar þá voru páskarnir í ár örlítið betri en í fyrra þar sem að elsta fólkið okkar er nú bólusett og við gátum því hitt þau.  Við erum orðin vel sjóuð í þessu ástandi & fátt sem slær okkur út af laginu. Flest okkar erum orðin góð í að fá NEI, þetta má ekki og í að fresta veislum, hittingum & ferðalögum.

Ég gerði ekki neitt til að tala um en ég nýtti þó tímann í vinnu, samveru með mínum nánustu og í að taka skápana í gegn hérna heima hjá mér.  Sem sagt æsispennandi páskahátíð að baki og síminn fullur af myndum & efni til að deila…not!

Batteríin ættu í það minnsta að vera vel hlaðin & ég tilbúin í slaginn, nóg að gera framundan og ég fæ smá sting/ kvíða í magann að hugsa um allt sem liggur fyrir.  Málshátturinn minn átti því vel við þetta árið eða hvað?

xxx
AndreA

IG @andreamagnus
IG @andreabyandrea

SKÓBÚÐIN - STAÐAN

Skrifa Innlegg