fbpx

HENDRIKKA WAAGE POP UP MÁLVERKASÝNING Í ANDREA

AndreAARTLISTLISTASÝNING

 

Hendrikku Waage ættu flestir að kannast við en hún er alþjóðlega þekktur skartgripahönnuður og listamaður, hún er líka metsöluhöfundur barnabóka.

Ég hef fylgst með Hendrikku í mörg ár enda er hún alltaf að skapa eitthvað fallegt.  Núna er ég heilluð af málverkunum hennar sem eru af allskonar konum sem eiga það eitt sameiginlegt að vera bara með eitt eyra, litríkar & bjartar.  Serían heitir “Dásamlegar verur” eða “Wonderful Beings” en Hendrikka byrjaði að mála seríuna fyrir 4 árum þegar hún stundaði nám í Listaháskólanum Art academy in London samhliða vinnunni sinni.  List hennar og hönnun eru undir áhrifum frá ríkum menningarhefðum þeirra landa sem hún hefur búið í.

 


“Dásamlega verur” eða “Wonderful beings” eru portrait myndir af konum með eitt eyra en í þeim er fólginn margræður og sterkur boðskapur.  “Þetta motif er opið fyrir túlkunum  en eins og heimurinn er í dag streyma að okkur upplýsingar úr öllum áttum og þú þarft ekki að að hlusta á allt sem er í gangi það er það sem ég túlka út úr þessu, en ég vil leyfa áhorfandanum að túlka verkin á þann hátt sem hann sér það.“ segir Hendrikka.

Ég mæli með að þið fylgið Hendrikku á Instagram: hendrikkawaagearts

Ég féll strax fyrir þessum verkum en þessar sterku konur kalla einhvernveginn á mann.  Hver og ein kona er með sinn eigin stíl en þær eiga það allar sameiginlegt að vera sterkar, litríkar & aðlaðandi.  Ég hitti Hendrikku í janúar þegar ég keypti mína fyrstu mynd.  Ég átti mjög erfitt með að velja en hver og ein kona segir einhvern veginn sína sögu, ein er með gleraugu, önnur í Chanel jakka og sú þriðja með íslenska skotthúfu en á endanum valdi ég þessa mynd eða  þessi kona valdi mig en verkið heitir “I will always protect you” sem ég elska.  Ég er líka að elska þetta eina eyra.  Eitt eyra til að hlusta & taka til þín það sem þú vilt & ekkert eyra til að loka á það sem ekki þjónar þér 🙏
Myndirnar koma allar í svona flúruðum gullramma sem gerir þær enn þá meira grand og öðruvísi.


HENDRIKKA WAAGE  POP UP MÁLVERKASÝNING Í ANDREA
Við Hendrikka ætlum að taka vel á móti gestum & gangandi fimmtudaginn 12 maí í AndreA – Norðurbakka 1 frá kl 17-19
Viðburðinn finnur þú HÉR 

 
xxx
AndreA

IG @andreamagnus

 


 

HÖNNUNARMARS Í MYNDUM

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

2 Skilaboð

  1. Arna Petra

    11. May 2022

    Fallegt!