Fatnaðurinn sem ég klæðist er úr eigin verslun
Mínar mest notuðu buxur þetta árið eru þessar leðurbuxur. Þær eru hlýjar, flottar og ótrúlega þægilegar. Eins og gallabuxurnar sem ég talaði um í síðasta bloggi eru þessar buxur mjög háar í mittið sem gerir allt fyrir lágvaxna konu eins og mig, leggirnir virka lengri. Mér þykir flottast að gyrða eftir partinn ofan í buxurnar. Ef ég er í peysu sting ég henni ofaní að framan en hef peysuna uppúr að aftan.
Þessar buxur eru jafn flottar við hæla & strigaskó. Ég vel mér þessar buxur oft ef ég er að fara að ferðast, sitja í flugvél eða bíl lengi og það eru bestu meðmæli sem buxur geta fengið hjá mér.
Buxurnar eru úr eigin smiðju og hafa farið langan hring, ég hef gert þær í allskonar efnum og útgáfum. Eftir allan hringinn sem þær eru búnar að fara, allskonar breytingar og betrumbætur hér & þar þá eru þær fullmótaðar og í algjöru uppáhaldi.
Bolurinn er nýr frá Notes du Nord, hann er með þessum axlapúða “detail” eða púða saumuðum í brúnina á erminni eins og er svo vinsælt þessa dagana. Skartið sem ég er að glenna á myndinni er nýtt frá AndreA. Kom bæði í gull & silfurhúðuðu brassi. Stór hálsmen sem setja punktinn yfir i-ið. Ég er með Bold Victory & Loop.
Buxur & Belti: AndreA
Bolur: Notes Du Nord
Skart: AndreA
Skór: Zara
xxx
Andrea
IG: @andreamagnus
IG: @andreabyandrea
Skrifa Innlegg