fbpx

DRESS: LEÐUR FRÁ TOPPI TIL TÁAR

AndreADRESSSAMSTARFTíska
Færslan er unnin í samstarfi við AndreA

NOTES DU NORD það fallega fallega merki er eitt af mínu uppáhalds.  Við höfum verið með það í AndreA frá upphafi og fylgt því eftir að vera byrjendur í bransanum og í það að vera á hraðferð ég veit ekki hvert ?  Sara & Rasmus eigendur merkisins eru svo miklir fagurkerar og snillingar að það er unun að fylgjast með þeim og þeirra teymi láta hvern stóra drauminn af fætur öðrum rætast.  Þau héldu magnaðan viðburð eða sýningu á tískuvikunni í síðustu viku sem ég deili með ykkur hér síðar.

Það getur verið vandasamt að pakka litlu, sérstaklega þegar ég þarf að gera mikið, fara á marga staði og viðburði, ég get það eiginlega ekki.  Taskan mín var ekkert voðalega lítil en samt fannst mér erfitt að púsla þessu saman.  Ég elska þó þegar ég get notað flíkurnar sem ég er með á marga vegu. T.d fór ég í þessum sömu leðurbuxum og ég er í hér að neðan í flugið en þá í strigaskóm og prjónapeysu við.  Þegar ég fór svo á NDN viðburðinn fór ég hinsvegar í leðurstígvél og í kápuna við.  Lúkkar alls ekkert svipað en virkar bæði svo vel.
Planið var að fara í blazer jakkanum við buxurnar og vera í jakkafötum en ég skipti jakkanum út fyrir leðurkápuna rétt áður en ég labbaði út & Aldís fór í  blazer jakkanum yfir kjólinn sinn :)

Sara eigandi NDN & ég.  Þemað var skotland eða HIGHLAND “FEVER” og var skoska hálendinu varpað um alla veggi (mega cool)


Lúkk sem ég er að elska núna er þegar buxurnar renna saman við skóna og maður sér varla hvar skórnir byrja eða buxurnar enda.

Aldís eða PALDÍS eins og svo margir kalla hana (það er instagram nafnið hennar) var fengin út til Kaupmannahafnar að mynda sýninguna, já ég rifna mögulega úr stolti <3

Aldís:
Kjóll: Habanera stuttur / AndreA
sokkabuxur: Oroblu
Skór: Billibi /GS SKÓR

Ég:
Leðurkápa, buxur & belti: AndreA
Bolur: Notes Du Nord (fæst í AndreA)
Skór: Vagabond
Taska: Dior

xxx
AndreA

@andreamagnus

TÍSKUVIKAN

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1