fbpx

DRESS: GLEÐILEGT NÝTT ÁR

AndreAÁRAMÓTLÍFIÐSAMSTARF

*Fatnaður er úr eigin verslun/AndreA

GLEÐILEGT NÝTT ÁR !

12 NÝIR KAFLAR, 365 NÝ TÆKIFÆRI …. eða er ártalið bara tala & ekkert breytist?  Mögulega bæði, já eða hvorugt ?
Mér finnst ég þó alltaf loka einum kafla og byrja að setja mér lítil & stór markmið í huganum fyrir þann næsta.  Stundum finnst mér mjög erfitt að starta janúar og er oft pínu týnd í þessum laaaanga mánuði.  En það eru víst ekki alltaf jólin, áfram gakk, talning & útsala er næst á dagskrá hjá mér.

DRESS:
Gamlárskvöld er eitt skemmtilegasta kvöld ársins & það er sérstaklega gaman að klæða sig upp það kvöld, ég held að það sé af því að það má allt, of mikið er bara ekki til.  Nóg af blingi, pallíettum, grímum & skrauti sem gleðja.
Aldrei þessu vant klæddist ég í svörtu en ég á svört pallíettu jakkaföt sem eru “sample” eða prufur sem ég gerði en setti ekki í framleiðslu (a.m.k. ekki ennþá).  Við jakkafötin var ég í Tempo tube topp (en tók ermarnar af). Pallíettu jakkaföt eru fullkomin fyrir gamlárs, það truflaði mig þó smá að klæðast svörtu en ég leysti það með því að raða á mig góðum slatta af hvítum perlum sem ég hef sankað að mér í gegnum árin.

GLEÐILEGT NÝTT ÁR
xxx
AndreA

Instagram @andreamagnus

DRESS TIPS FYRIR ÁRAMÓTIN, TÍMI TIL AÐ SKÍNA

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    5. January 2022

    Elska þetta lúkk! Þarf þennan top í líf mitttt! <333 xx