fbpx

BRANSASÖGUR

AndreALÍFIÐ

Bransasögur.

Ég fór vel út fyrir þægindarammann á dögunum þegar ég sló til og sagði Íslandsbanka frá því hvernig ævintýrið okkar Óla hófst, þegar við stofnuðum AndreA.
Það er nefnilega svo skrítið hvað lífið frussast áfram og maður gleymir að kíkja í baksýnisspegilinn og líta yfir farinn veg,  ég fókusera einhvernveginn alltaf fram veginn og sé fyrir mér hvað ég ætla að gera næst og pæli lítið í því sem gerðist í gær.   Við  höfum held ég öll gott af því að rifja upp það sem við erum búin að gera, gefa okkur eitt klapp á bakið, bretta svo upp ermarnar og halda ótrauð áfram.

Hér er sagan okkar …. (eða byrjunin á henni)

Svona hljóma 9 ár á 2,45 mínútum :)
En þessi ár eru ekki bara búin að vera gleði og glamour.  það er nefnilega þannig að allt sem er þess virði að eiga tekur tíma, þrautseigju og endalausa vinnu.
Ef ég ætti að gefa einhverjum ráð þá væru þau einhvernvegin svona …

1. HVAÐ VILTU GERA? mögulega mikilvægasta spurning sem þú munt nokkurn tímann spyrja þig að í lífinu.
2. ÞAÐ ER ALLT HÆGT: alveg sama hvað allir segja …. Ef þú vilt það nógu mikið þá getur þú það.
3. ÞRAUTSEIGJA / ALDREI GEFAST UPP:  þetta er eitthvað sem þú þarft að halda fast í því trúðu mér þig á eftir að langa til að gefast upp milljón sinnum…. ALDREI GEFAST UPP er lykillinn og það er pottþétt að eftir erfiða tíma koma betri tímar… þú verður bara halda í þér og halda áfram.
4. ELSKAÐU ÞAÐ SEM ÞÚ GERIR: Það þýðir að þegar þú velur td nám… veldu það sem þú hefur áhuga á og brennur fyrir alveg sama hvað aðrir segja.  Þú verður að vinna við það sem þú elskar af því að staðreyndin er sú að við eyðum alltof miklum tíma í vinnunni þá er eins gott að það sé gaman.
5. SEGÐU JÁ:  … JÁ við öllum tækifærum sem bjóðast (líka þegar þú ert að ræpa í þig af því þú þorir ekki).
Ef þú prófar ekki þá veistu ekki & ef þér mistekst þá lærir þú af því.

Ég held að það sem dregur mig fyrst og fremst áfram er það ég er þrjóskari en andskotinn, ég GET ,ÆTLA  & SKAL.  Svo veit ég nákvæmlega hvað ég vil en hef svo sem ekki hugmynd um hvernig ég kemst þangað en ég vakna á hverjum degi og geri eithvað smá og einn daginn get ég vonandi litið um öxl og sagt  “WE DID IT”.
Svo er ég auðvitað með fáránlega góðan “partner” sem vegur mig upp þar sem ég er ekki góð, dregur mig upp þegar ég fer í kjallarann og peppar mig áfram og ég geri það sama við hann.  En maðurinn minn Óli er hinn helmingurinn af mér og hinn helmingurinn af fyrirtækinu okkar, þó að ég fari í öll viðtöl og sé fronturinn þá væri “AndreA” ekkert án hans.

Þegar ég á erfiða daga og langar að gefast upp, þá rígheld ég í að ég veit að það koma góðir dagar eftir þá slæmu.  Ég leyfi mér bara að vera leið eða svekkt eða hvað sem það er og græt hressilega (en það er svo mikil losun í því) svo held ég  áfram veginn.

En “no matter what” ALDREI GEFAST UPP!xxx
Andrea

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

DRESS: ÞEGAR ÞÚ FÆRÐ FÖTIN LÁNUÐ HJÁ EIGINMANNI OG SYNI.

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. sigridurr

  21. April 2018

  Lang flottust!x Skemmtilegt viðtal! x

 2. Auður Björg

  24. April 2018

  Sláandi lík þér þessi teiknimyndaútgáfa af þér :P

  … svolítið eins og Birgitta Haukdal dúkkan um árið.

  En þú ert skemmtileg og flott eins og alltaf

  <3