fbpx

BEST Í BRÚNIR

BEAUTY

AUGABRÚNIR 

Augabrúnir eru svo mikilvægar að mínu mati þegar það kemur að förðun og útliti.   Augabrúna tískan fer í hringi eins og annað og ég hef tekið þátt í ýmsum trendum í gegnum tíðina (mis fallegum).  En eins og með flest annað þykir mér augabrúnir fallegastar “í hófi” eða sem náttúrulegastar.
Ég hef í mörg ár leitað að einhverju nýju til að taka við af gömlum augabrúnalit/augnskugga sem ég vatnsblandaði & notaði til að “vatnslita” húðina undir hárunum,  þannig verða brúnirnar ekki of mattar eða of litaðar.  Ég vil að það sjáist í hárin og þær líti eins náttúrulega út og hægt er.
Þessi augabrúna “eyeliner” / penni frá NYX professional makeup er akkúrat það sem ég var að leita að og ég hef ekki notað annað undanfarið.  Hann er fullkominn, léttur/ vatnskenndur með mjóum pennsli & auðveldur í notkun.  Með honum teikna ég eitt og eitt hár þar sem mér finnst vanta inn í.

AÐFERÐ:
SÁPA & VATN:  Ég er á sápuvagninum, keypti þessa í Body shop.  Ég bleyti aðeins upp í burstanum, klóra í sápuna & greiði hárin upp (bara hæfilega mikið, ekki of ýkt).  Sápan heldur hárunum á sínum stað allan daginn.

LIFT & SNATCH: með pennanum teikna ég svo þau hár sem mér finnst vanta, bara eitt & eitt strik/hár. (fæst í Hagkaup Smáralind & Kringlu)

LITIR: Oft er það mesta trikkið að finna réttan lit.  Ég mæli þó frekar með ljósari lit en dekkri.
Ég er náttúrulega með frekar dökk hár en vel samt sem áður frekar ljósa tóna.  Mér finnst þeir koma betur út & gefa þetta náttúrulega lúkk.  Ég hef mest notað TAUPE en ætla að prufa Ash Brown næst.

 

xxx
AndreA

@andreamagnus

HÖNNUNARMARS / TÍSKUVEISLA Í RVK

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

Skilaboð 1

  1. Svart á Hvítu

    11. June 2021

    úlalla prófa þennan næst! ELSKA að prófa nýjar augabrúnavörur… var einmitt að bæta við “sápu” brow freeze… svo næs vara!