fbpx

BAKVIÐ TJÖLDIN Í MYNDATÖKU !

AndreAbyAndreASAMSTARFTískaTRAVEL
Færslan er unnin í samstarfi við mitt eigið merki & verslun: AndreA 

MYNDATAKA !

Reglulega myndum við nýjar vörur og línur  fyrir “AndreA”  – Það eru yfirleitt eðal dagar með eðal fólki.
Síðasta sunnudag fórum við í leiðangur með sumarlínuna sem er að mestu komin í búðina eða alveg að koma (eins og kimonoarnir).  Línan er  litrík og sumarleg en okkur langaði einmitt að hafa stemninguna í myndunum þannig ( sem er ekki alltaf auðvelt þegar maður á heima á Íslandi ).

Þetta leit ekki vel út í upphafi ferðar,  þegar við keyrðum út úr bænum var  mjög grár himinn og rigning.  Ferðin lá austur fyrir fjall en þegar þangað var komið var eins og einhver þarna uppi hafi verið með okkur í liði, dregið frá og sent okkur sól og sumar.

Dagurinn var draumi líkastur, mér leið í alvöru eins og ég hafi farið til útlanda í nokkra klukkutíma.
Sól,  blár himinn, gróðurhús og fullt af fallegum blómum og plöntum = Algjör draumur.
Þetta var í orðsins fyllstu eins og að vera á Balí enda mjööööög heitt inni í gróðurhúsinu.
Við vorum þrjár, ég Erna Hrund og Aldís Páls ljósmyndari.

Ég á eftir að fá myndirnar frá meistara Aldísi og hlakka mikið til að sjá þær en leyfi hér að fylgja með myndum sem ég tók á símann minn “bakvið tjöldin” eða “behind the scenes”.Það sem ég er þakklát fyrir svona daga ♡

xxx
AndreA

INSTAGRAM: @andreamagnus
INSTAGRAM: @andreabyandrea

NÝTT: BIOEFFECT HREINSILÍNA ?

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Erna Hrund

    6. June 2018

    Það sem ég er þakklát fyrir þig***