Chanel sýndi hátískulínu sína eða „Haute Couture” á tískuvikunni í París í síðustu viku.
Það er gaman að sjá hvað koma skal í tískunni en það er líka sérstaklega gaman að skoða handverkið á „Haute Couture.” Vinnan á bak við hverja flík er mikil og oft handgerð að miklu leiti af algjörum listamönnum.
„Allir geta fengið hugmynd & ímyndað sér það sem þeir vilja. Galdurinn er að ná að umbreyta flatri skissu í stóran fallegan kjól. Það er eins og fæðing í hvert skipti “ sögðu konurnar sem hafa staðið í ströngu við að fullkomna hverja einustu flík. Ég er svo hjartanlega sammála þeim. Það er galdur að finna rétta efnið og fá það til að líta út eins og maður sér það í huganum.
Fallegt handverk, vönduð snið og mögnuð smátriði einkenna merkið. Slaufan um hálsin setur svo punktinn yfir i-ið og er skemmtilegt twist við þessa dásamlega fögru kjóla.
Draumkennd efni, blúndur & pífur. Slaufur um hálsin við kjóla er detail sem mér finnst ótrúlega flott og gera mikið fyrir heildar lúkkið. Stutt pils Og falleg stífvél er líka eitthvað sem ég held að við munum sjá mikið af á næstunni.
Hér eru nokkur falleg lúkk.
Smáatriðin / Details
Mögnuð detail, í pallíettum,blúndum, embroderíi og pífum. Skórnir eru líka ótrúlega skemmtilegir, gæti vel hugsað mér eina slíka.
Hér er stutta útgáfan af sýningunni fyrir áhugasama.
xxx
AndreA
Skrifa Innlegg