What a time to be alive !
Ég tek svo innilega undir með Elísabetu vinkonu minni (hér)… Maður er hættur að kippa sér upp við að allt klikki, klúðrist og “kanselerist” / frestist.
Við erum öll að reyna finna okkar takt í þessum nýja veruleika.
Ég er búin að vera á hvolfi undanfarið við að klára framleiðsluna fyrir jólin. Ég vona svo innilega að við fáum tækifæri til að skarta fögrum kjólum yfir hátíðarnar, vonandi verða einhverjir jólatónleikar og jólahlaðborð… plís!
Það hefur aldrei verið erfiðara að ákveða hvað ég á að gera marga kjóla og hvort ég eigi að gera hitt eða þetta. Hvað ef við verðum svo bara öll heima í kósýgalla ? Engar áhyggjur ég er búin að gera þannig líka en allar pallíetturnar heilla meira í augnablikinu ;)
Svo ég komi mér úr jólunum í núið þá er okkar hjartans verkefni Konur eru Konum Bestar vol4 næst á dagskrá, mjög spennandi! Ég ætla að leyfa mér að segja að bolurinn hafi aldrei verið flottari… elskann <3
Hlakka til að sýna ykkur ;)
Sem sagt nóg að gera og hausinn á fullu að finna lausnir til að mæta þessum nýja veruleika = Anda inn anda út & þvo hendurnar!
xxx
AndreA
Skrifa Innlegg