fbpx

1 AF 365

AFMÆLILÍFIÐ

4 september, uppáhalds dagurinn minn fertugasta&sjötta árið í röð 🎂

Ég er mikið afmælisbarn, ég er búin að reyna að hrista það af mér og segja “æ þetta er ekkert stórafmæli” eða “ég ætla ekki að gera neitt” en það virkar bara ekki fyrir mig.
Ég get ekki sofnað kvöldinu áður en ég á afmæli, er bara með fiðrildi í maganum þó að ég sé jafnvel ekki með neitt planað, vakna svo fyrir allar aldir (er samt smá B týpa) af því að ég er svo spennt og væri til í að vera með kórónu allan daginn. 👑

Þetta er bara 1 dagur af 365,  minn dagur.   Ég ákvað því fyrir nokkrum árum að leyfa honum bara alltaf að vera frábær, halda smá upp á hann, fara í kjól og strá smá gulli & glimmeri yfir daginn. ✨✨✨
Hinir 364 dagarnir eru misgóðir og margir bara grár hversdagsleikinn – því ekki að fagna þeim dögum sem eru sérstakir?

Dagurinn byrjaði á því að vera vakin með dýrindis morgunverði a la Ísabella en hún hefur einstakt lag á því að gera mómentin ógleymanleg.
Í hádeginu átti ég pantað borð á Finnsson í kringlunni, hitti þar dýrmætar vinkonur sem gerðu daginn minn æðislegan 💝
Um kvöldið kom svo fjölskyldan í kvöldkaffi.

Ég fór því alsæl á koddann, þakklát fyrir fólkið mitt, lífið og ómetanlegar vinkonur TAKK ❤️

Það voru margir sem spurðu mig út í dressið.
Kjóll: Notes Du Nord – Skór: BilliBi – Eyrnalokkar Custommade / AndreA

 

xxx
AndreA

IG@andreamagnus

LITAKORT ANDREU FYRIR BYKO

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    7. September 2021

    LANG FLOTTUST!!!!!!!!