Hamingjuskál eða glas fullt af jógúrt, ávöxtum og fallegum litum er eitt það besta sem ég fæ.
Þetta er eitthvað sem ég geri mér reglulega og einmitt sérstaklega þegar ég er í fríi og hef meiri tíma til að njóta. Oft set ég þetta í skál en þegar ég er með gesti þá finnst mér gaman að bera þetta fram í fallegu glasi, að þessu sinni í Vipp glasi. Ég hef sjaldan notið mín jafn vel við morgunverkin eins og í þessu fullkomna eldhúsi, í þessu fallega húsi í Kaupmannahöfn sem ég gisti í um daginn með góðum vinkonum. Sjá meira HÉR .
Uppskriftin er einföld: Grísk jógúrt – múslí -hnetur – ávextir & síróp.
Ég set yfirleitt bara þá ávexti sem er til í ísskápnum út í skálina en mér finnst þó appelsína breyta öllu, hún gefur svo ferskt bragð. Eins mæli ég með að nota granóla múslí og vel af hnetum.
Einfalt fallegt & fáránlega gott!
xxx
AndreA
instagram @andreamagnus
Skrifa Innlegg