HI !
Við höfum tekið saman hluti sem hjálpa okkur að bæta okkar náttúrulega útlit og þar með spara okkur fyrirhöfnina að gera okkur til dagsdaglega. Sérstaklega núna þegar við erum öll í útilegu eða á ferðalagi. Nú er tilvalið að preppa sig vel fyrir stærstu útileguhelgi landsins og ætlum við að taka saman nokkra hluti sem preppa okkur útlitslega án þess að líta út fyrir að maður hafi mikið fyrir því.
BRÚNKUKREM / FREKNUR + CONTOUR
Hægt er að nota brúnkukrem til að fríska sig upp. Það er hægt að leika sér með brúnkukremið og nota það til að búa til freknur og skyggja andlitið. Best er að dreifa „freknunum“ um allt andlitið og staðsetja skygginguna á þá staði sem andlitið grípur sólina sem mest.
LITA AUGABRÚNIR & AUGNHÁR
Það gerir svo ótrúlega mikið að skerpa aðeins á augabrúnunum og augnhárunum! Það er því tilvalið að skella sér í litun & plokkun eða lita sjálf til að fá meiri skerpu á andlitsdrættina.
RAPID BROW & RAPID LASH
Augabrúna og augnhára serum sem eykur hárvöxt og gefur þér þéttari augabrúnir og lengri, fallegri augnhár.
Það er mikilvægt að nota Rapid Brow & Rapid Lash markvisst í nokkra mánuði til að sjá mun. Við ætlum að leyfa þessu skrefi að vera með þó svo að það náist ekki endilega hjá öllum fyrir verslunarmannahelgina, þá hvetjum við ykkur til þess að prófa.
AUGNHÁRABRETTARI
Með því að nota augnhárabrettara opnar þú augun og lætur þau virðast stærri og meira vakandi. Augnhárabrettarar hjálpa augnhárunum að ná fullkominni sveigju og er það sérstaklega fallegt þegar augnhárin eru ný lituð.
Við mælum með að pumpa augnhárin með brettaranum í staðin fyrir að halda of lengi, ef haldið er of fast of lengi er hætta á að það komi beygla í augnhárin.
AUGNDROPAR
Augndropar eru mjög góð leið til að fríska uppá augun, þeir virka mjög vel fyrir þurr augu og þá sem eru með mikinn roða í augunum.
Sniðugt er að ferðast með augndropa í töskunni þar sem loftið í flugvélum og bílum getur verið mjög þurrt.
VARASKRÚBBUR
Hægt er að búa til varaskrúbb úr sykri og kókosolíu. Það er einnig hægt að nota tannbursta til að bursta varirnar og losna þannig við dauðar húðfrumur.
TANNHVÍTTUN
Til eru allskyns hvíttunar strimlar og vörur til að hvítta tennurnar nú til dags, það er síðan alltaf sniðugt að fara til tannlæknis og láta sérfræðingana sjá um að gera það fyrir mann.
Góða ferð!
________
Instagram @the_hibeauty
snyrtinamskeid.is
thehibeauty.com
Skrifa Innlegg