fbpx

PÁSKASKRAUT – DIY

DIYHOMEPÁSKAR

Páskaskrautshefðin sem hefur alltaf fylgt okkur verður á annan hátt en vanalega eins og allt annað þetta árið.
Við Ísabella sátum tvær að mála í gær en erum yfirleitt með allri stórfjölskyldunni.  Þetta er svo skemmtilegt fyrir börn og auðvitað okkur fullorðna fólkið líka.  Það eru margir meira heima núna og vantar örugglega eitthvað að gera, þetta er eitthvað sem allir geta gleymt sér í yfir góðri tónlist.

Það er allt undirlagt,  þannig verður það í nokkra daga.  Eldhúsborðið er núna eggjamálningarborð.  Eggin verða fá að þorna á milli, maður þarf pásur og það er gaman að hafa þetta uppi í smá stund þannig að maður geti gripið í þetta þegar maður fær andann yfir sig.  Svo þegar allt er tilbúið þá hengjum við eggin á greinarnar og njótum um páskana.

Þetta er “work in progress” hjá okkur ennþá en hér eru eldri blogg,  hér eru bæði allskonar hugmyndir og aðferðir.
PÁSKASKRAUT 18
PÁSKASKRAUT 19 



Naglalakksegg….  þú velur liti – setur vatn í glas/skál (sem þú tímir) –  hellir litunum sem þú valdir hvern ofan á annan,  leggur eggið í og þá stimplast naglalakkið á eggið með svona marmara áferð.

Litirnir sem við notum… Það má nota allt, tréliti, tússliti en þessi akrýlmálning er úr Söstrene Grene.
Spottið þið Rakel Tomas eggin?  Ég skoraði á hana í fyrra, hún málaði tvö egg og gaf mér þau eru í sérstöku uppáhaldi. Takk Rakel <3


http://https://www.instagram.com/p/B5x6022AjlG/

 

xxx
AndreA

@andreamagnus

Í SÍÐKJÓL Í SAMKOMUBANNI

Skrifa Innlegg