fbpx

GRANÓLA MEÐ RISTUÐUM KÓKOSFLÖGUM

GRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRMORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR
Þetta granóla er oft gert á mínu heimili og er mjög auðvelt í bígerð. Það er líka oftast hollari kostur að gera granóla sjálfur en að kaupa það sem fæst tilbúið í matvörubúðunum. Þessi uppskrift er dásamlega ljúffeng og einföld og passar vel með grískri jógúrt og ferskum berjum. Endilega prófið ykkur áfram með fræ og hnetur sem ykkur finnst góðar. Í þessari uppskrift eru pekanhnetur í miklu hlutfalli en þær innihalda fjölmörg vítamín og eru ríkar af andoxunarefnum.
 
5 dl pekanhnetur
2 dl afhýddar möndlur
1 dl sólblómafræ
1 dl graskersfræ
3 dl kókosflögur
2 msk kókosolía
2 msk sukrin gold
Aðferð
  1. Skerið pekanhnetur og möndlur gróft. Hitið kókosolíu á pönnu og hrærið sukrin saman við.
  2. Bætið út í hnetunum, möndlunum og fræjunum og blandið vel saman.
  3. Dreifið blöndunni á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið við 180°C í 15 mínútur. Hrærið reglulega í blöndunni og passið að hún brenni ekki.
  4. Ristið kókosflögurnar í ofni eða á pönnu og blandið þeim saman við í lokin. Geymið í lokuðu íláti.
 

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

SÚKKULAÐIMÚS MEÐ DAIM

Skrifa Innlegg