fbpx

INNKAUPALISTI FYRIR GRÆNAN SMOOTHIE

Plöntufæðivegan

Þið sem fylgið mér á Instagram (@beggiolafs) hafið eflaust tekið eftir því að þar birtist reglulega grænn hræringur í story. Ég hef fengið fjölmargar spurningar um hvað sé í honum í gegnum tíðina. Ég set hinsvegar ekki alltaf það sama í hann svo mér langar til að setja saman innkaupalista með því sem fer vanalega ofan í hann.

Þessar vörur fást í öllum helstu verslunum, meðal annars Nettó, Bónus og Krónunni. Mér finnst yfirleitt gott að hafa hræringinn kaldann og því reyni ég að kaupa frosið grænkál, sem fæst í Nettó og Krónunni. Ég reyni líka að kaupa banana sem eru að úldna, sem fást oft á góðu verði og frysti þá. Það er algjör snilld að eiga til frosna banana.

Innkaupalisti:

Grænkál, spínat, frosin bláber, bananar, paprika, hampfræ, hörfræ, engifer, edamame baunir, kanill, green phytofoods, avocado, brokkolí, prótein plant complex frá NOW (súkkulaðibragðið).

Önnur fæða sem aðrir gætu unnið með í hræringinn (sem ég vinn lítið með) er t.d. Appelsínur, jarðaber, hindber, epli.

Nokkur “Tips”:

Grunnurinn á alltaf að vera vel grænn. Settu vel af grænkáli og/eða spínati. Það er það hollasta sem þú getur látið ofan í þig með tilheyrandi vítamínum og steinefnum. Græn fæða er hinsvegar ekki alltaf bragðgóð, sérstaklega ekki til að byrja með og því þarf oft að vinna með ávexti á móti. Ef þér finnst hræringurinn ekki nógu góður, bættu þá við ávöxtum. Svo geturu hægt og bítandi minnkað ávextina sem fer í hræringinn þegar þú venst græna bragðinu.

Þetta á að vera ákveðin tilraunastarfsemi. Prufaðu þig áfram. Finndu þinn eigin hræring. Þú ert þinn besti sérfræðingur.

Uppskrift af einum vel grænum:

Fyrir þá sem nenna ekki að finna sinn eigin hræring þá kemur hér ein uppskrift. Þessi uppskrift er miðuð við 1 1/2 til 2 lítra. Ég drekk sirka líter á dag og geymi einn líter fyrir daginn eftir.

150-200 g grænkál / spínat

1 banani

5 msk hampfræ

3 msk hörfræ

2 skeiðar Protein Plant Complex frá NOW

1-2 msk af Green phytofoods frá NOW

1-2 bollar af bláberjum

Dass af kanil

Ég ábyrgist ekki að þessi hræringur sé unaðslega góður. Viðbætta próteinið gerir hann hinsvegar ansi góðann að mínu mati. Endilega deilið með mér ef þið hendið í vel grænan hræring með innblæstri frá Begga Ólafs!

MILLIVEGURINN - ARON EINAR

Skrifa Innlegg