Í vor fékk ég þá flugu í hausinn að útbúa ”kaffikerru” og fór því beinustu leið í IKEA þar sem ég fann þessa ofursætu kerru. Þegar kerran var komin í hús var ferlið ekki flóknari en svo að Nespresso vélinni okkar var bara skellt á kerruna sem við vorum búin að setja saman með smá ”twisti” en eins og sést þá snýr efsta skúffan öfug. Kaffivélin er reyndar aðeins of stór(mynd 2) en það er aukaatriði, ég er virkilega ánægð með útkomuna og er ekki frá því að það sé örlítið skemmtilegra að bjóða gestum upp á kaffi fyrir vikið. Klárlega uppáhalds hornið okkar hjóna á morgnanna!
Svolítið sætt ekki satt? Ég er dugleg að færa hlutina til á þessari blessuðu kerru, neðst er te-safnið mitt en ég verð að viðurkenna að ég er eiginlega byrjandi í kaffidrykkjunni og er miklu meira te manneskja.
..
Our favorite spot in the morning! Made this coffee cart last spring but I wanted to have a nice coffee station and found this blue cutie in IKEA. Much more fun having guests over for a cup of coffee or tea.
PATTRA
Skrifa Innlegg