Töskumerkið Hvisk hefur hoppað hratt upp vinsældarlistann síðustu árin. Aðal dönsku skvísurnar hafa borið töskurnar á öxlinni frá árinu 2014 þegar merkið var stofnað í Kaupmannahöfn. Hvisk sækir innblástur í fjölbreyttar og lifandi götur Kaupamannahafnar með það að markmiði að skapa bæði litríkar og skemmtilegar töskur með áherslu á smáatriði til að fullkomna persónulegan stíl.
Hvisk leggur mikla áherslu á sjálfbærni í framleiðslu sinni og er vörumerkið 100% vegan með vottun frá PETA samtökunum. Til viðbótar hafa þau bætt við sérstakri umhverfisvænni línu af töskum sem er að stórum hluta framleidd úr endurunnum efnum frá m.a. plastúrgangi.
Íslenskar stúlkur hafa tekið merkinu vel eftir að Húrra Reykjavík tók þær í sölu fyrir nokkru, enda fallegar og vandaðar handtöskur á mjög sanngjörnu verði. Í vöruúrvalinu má líka finna bönd á töskurnar og því má auðveldlega breyta útliti og fríska uppá töskurnar með nýju bandi.
Trendnet tekur út sinn topp lista hér að neðan, listinn er þó langt frá því að vera tæmandi því úrvalið er frábært –
Skrifa Innlegg