Trendnet er 7 ára í dag !!! Til hamingju við <3
Vefsíðan opnaði árið 2012 og ruddi brautina hvað varðar blogg sem hluta af fjölmiðlaflórunni á íslenskum markaði. Ekki voru allir á þeirri skoðun að svona síða gæti gengið til lengdar en hér stöndum við upprétt í dag, 7 árum síðar með toppfólk innanborðs sem deilir fréttum, innblæstri, lífi sínu og löngunum með Íslendingum alla daga. Trendnet væri þó ekkert án ykkar, tryggu lesendur, sem við erum svo heppin að fá reglulega í heimsókn – TAKK ÞIÐ!
Við höldum í hefðina og gefum og gleðjum lesendur í tilefni afmælisins. Gjöfin er ekki af verri endanum, haldið ykkur fast ! Trendnet og Epal gefa Sjöu (!) .. sem er viðeigandi á 7 ára afmælinu.
Sjöan (lazur áferð – svört eða hvít) sem við gefum er glæsileg hönnun Arne Jacobsen. Hönnuð árið 1955 og er í dag eftirsótt hjá þeim sem kunna vel að meta fallega og klassíska hönnun. Hönnun Arne Jacobsen er seld í versluninni EPAL þar sem margir af frægustu hönnuðum heims “búa” en á meðal þekktustu verka hönnuðarins má nefna Eggið og Svaninn.
LEIKREGLUR:
1. Smelltu á Facebook “Share” hnappinn lengst til vinstri undir færslunni.
2. Skrifaðu athugasemd við færsluna um hvort þú viljir svarta eða hvíta SJÖU.
Skrifa Innlegg