fbpx

TRENDNÝTT

Núvitundarpartý í Hörpu

KYNNING

Þann 20. september klukkan 20:00 mun Kraftur í samstarfi við Yoga Shala og Yoga Moves vera með einstakan núvitundarviðburð í Norðurljósasal Hörpu. Þar mun fólk koma saman og fá geggjaða útrás í dansi, jóga, hugleiðslu og tónheilun. DJ Margeir og YAMAHO þeyta skífum í partýinu en Tómas Oddur og Ingibjörg Stefáns jógakennarar munu leiða jóga, danspartý sem og hugleiðslu og tónheilun í lokin.

„Lífið er núna” eru einkennisorð Krafts og minnir okkur á að gleðjast yfir þeim sigri að fá að lifa í andartakinu „núna“.

Þar sem Kraftur er 20 ára á þessu ári þá fannst okkur tilvalið að halda afmælispartý en með núvitund og núið í huga. Koma saman og njóta þess að vera í núinu, dansa, gera jóga og hugleiða. Er lífið ekki þess virði að við gefum okkur tíma og rými til að fagna því sérstaklega, eitt andartak?!“, segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts. 

Tómas Oddur hjá Yoga Moves hefur verið með dansmaraþonið á Karnivalinu á Klapparstíg ásamt DJ Margeir og fleirum á Menningarnótt og verður Núvitundarpartýið í anda þess en við bætist jóga, hugleiðsla og tónheilun sem setur punktinn yfir i-ið.

„Þegar þau í Krafti komu til okkar með þessa samstarfshugmynd þá vorum við ekki lengi að taka við okkur og hoppa á verkefnið. Þetta verður Karnivalið á sterum. Ég myndi segja að ef þú hefur áhuga á jóga, núvitund, dansi og hvað þá að styrkja gott málefni þá ættir þú ekki að láta þetta partý fram hjá þér fara. Þú þarft bara tryggja þér miða, mæta í þægilegum fötum, helst með jógadýnu með þér og við leiðum þig inn í núið. Það er takmarkað pláss svo það borgar sig að tryggja sér miða strax. Njóttu þess að styrkja gott málefni og koma í núið“ segir Tómas Oddur hjá Yoga Moves og Yoga Shala.

Allir sem fram koma að partýinu gefa vinnu sína og rennur allur ágóði af því í starf Krafts í þágu ungs fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Það kostar 3.900 krónur á viðburðinn og er hægt að tryggja sér miða á https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/nuvitundarparty-i-horpu/

Sjá nánar um viðburðinn hér: https://www.facebook.com/events/2396123243999275/ 

 

//
TRENDNET

HVERJIR VORU HVAR: SAMSTAÐA KVENNA Í HAFNARFIRÐI

Skrifa Innlegg