fbpx

SOFT LACE BRA

FATNAÐURNÝTT

Ég held ég tali fyrir hönd allaveganna nokkurra stelpna ef ég segi að svartur blúnduhaldari sé nauðsyn í fataskápinn.

Síðustu ár hef ég verið mjög hrifin af ´soft bra´en það er haldari án spanga eða fyllinga – basicly bara eins og toppur en samt með smá teygju í fallegu sniði. Mér finnst vera mjög erfitt að nálgast þannig snið á Íslandi, fáar verslanir sem bjóða stundum upp á þannig en ég versla þá oftast bara í H&M, Monki eða á ASOS. Mér finnst þessir haldarar fallegri í laginu en venjulegir brjóstarhaldarar og ef það er eitthvað sem ég mun aldrei fara í þá er það push-up haldari. En það er bara ég!

Ég rakst á einn í Lindex í þessari viku sem ég keypti og ákvað að sýna ykkur nokkra fallega ´soft bras´ hér fyrir neðan – bæði blúndu og ekki – sem eru allir frekar ódýrir:

Screen Shot 2014-09-24 at 9.32.07 PM1. MONKI 2. H&M 3. MONKI 4. MONKI 5. H&M 6. LINDEX

Þessi nr. 6 er sá sem ég keypti í Lindex, hann kostar 3.995,-.

Það er bara eitthvað svo fallegt og kvenlegt við blúndunærföt. Svo er auðvitað líka næs að hafa þau í fallegum litum – en svart er klassískt!

//Irena

MONKI

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Bára

    25. September 2014

    Ég keypti mér tvo ótrúlega fallega í Victoria’s secret í sumar, annar var reyndar úr einhverri “takmarkaðri línu” og ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að komast í hann fyrir böndum :p
    En þeir eru báðir guðdómlegir þegar maður er kominn í þá !!

    • Sveinsdætur

      26. September 2014

      Já ég verð að tékka á VS, hef aldrei verslað haldara þar!

  2. Hrafnhildur

    3. October 2014

    Fallegir – en soft bras eru því miður ekki fyrir stelpur með einhver brjóst!