fbpx

Í DAG

ATBURÐIR

Menningarnótt!

Ég er búin að taka saman helstu atburði sem mig langar að kíkja á. Þeir eru mismunandi en allir mjög spennandi! Hvet ykkur til þess að taka rölt í bænum og kíkja á einhverja skemmtilega atburði en hér er minn óskalisti:

MUCHO GRANDI

10152431_10204722905620548_3276745991845852222_n

Mucho Grandi er fjöllistahátíð sem mun eiga sér stað í húsalengju við Hólmaslóð á Grandasvæði Reykjavíkur. Hátíðin er samstarfsverkefni Festivalls, Regla hins öfuga pýramída, Skiltamálun Reykjavíkur og Járnbrautar. Rýmin í húsalengjunni eru vinnustofur listamanna megnið af árinu en þau ætla að opna dyr sínar, færa fróðleik og skemmta öllu áhugafólki um menningarlegt lífríki Grandans þennan dag. Meira HÉR 

UNDUR/PHENOMENA

10540760_10152174954947330_2229940678418057932_o

David Young sýnir myndverkið PHENOMENA & Esther Ír sýnir UNDUR vörur fyrir heimilið. Verkin verða sýnd í versluninni NOLAND á Laugavegi 12. Meira HÉR

Menningarnótt Bar 11 og X-977

10576912_276247049229681_1057482314922646143_n

Bar 11 og Xið 977 kynna í samvinnu við Tuborg. Hinn árlega stórviðburð í portinu á Bar 11 frá klukkan 14.00-23.00. Fram koma: Reykjavíkurdætur, Agent Fresco, Kaleo, Úlfur Úlfur, Emmsjé Gauti og fl. Meira HÉR

OPNUNARHÓF CREATE MAGAZINE

10577052_1437871383160669_7208761480449438161_n

Vefsíðan Create Visual hefur verið í loftinu frá byrjun júlí en á henni má finna myndbönd um íslenska jaðarmenningu, svo sem hjólabretti, götulist, tónlist og margt fleira. Það koma um 2 ný myndbönd á vefsíðuna á viku og er lagt upp úr að heimasíðan sé einföld og aðgengileg. 23. ágúst mun veftímaritið Create Magazine bætast við heimasíðuna og er skilgreiningin á innihaldi þess: Menning í víðara samhengi. Meira HÉR

dj. flugvél og geimskip á Menningarnótt

10620780_608694952576813_6824728930227845818_n

dj. flugvél og geimskip hefur dagskránna í Mengi á Menningarnótt. dj. flugvél og geimskip býr til hressandi hryllings- & geim-raftónlist. Tónlistin er blanda af fjörugum töktum, cool bassa og söng. Lögin fjalla um furður alheimsins og óendanleika geimsins. Meðal áhrifavalda eru Joe Meek, Raymond Scott, Suicide og Sumio Shiratori. Meira HÉR

Vök í Landsbankanum

10422326_264553673739864_7665888174910030396_n

Hljómsveitin Vök sem bar sigur úr býtum í Músiktilraunum 2013 mætir á svið kl. 17.00 á Menningarnótt í Landsbankanum í Austurstræti.

Það er líkar fullt af öðru spennandi að gerast í bænum, t.d. margar fatasölur, listasýningar, matarkynningar, tónlistaratriði og fleira. Svo er Tónaflóð í kvöld, Menningarnæturtónleikar Rásar 2 á Arnarhóli. Allir í bæinn!!

//Irena

LANGAR

Skrifa Innlegg