Ein af mínum uppáhalds vefverslunum er ASOS Marketplace sem er hliðarsíða vefverslunarinnar ASOS. Þar eru til sölu föt og aukahlutir, bæði vintage og frá sjálfstæðum litlum merkjum. Það er endalaust af dóti í boði á síðunni frá mismunandi seljendum og ég týni mér stundum í nokkra klukkutíma við að skoða síðuna. Mín uppáhalds kategoría er jakkarnir og kápurnar. Hérna eru nokkrir hlutir sem ég valdi:
STELPUR
STRÁKAR
Eini gallinn er að ef þú ætlar að kaupa nokkra hluti frá mismunandi seljendum bætist sendingargjald ofan á hvern hlut fyrir sig því þeir eru eflaust ekki staðsettir á sama stað í heiminum – í stað þess að borga eitt gjald t.d. eins og á ASOS þar sem allir hlutirnir eru sendir frá sama stað. Auk þess þarf maður að skoða myndir og lýsingar á hlutnum vel til þess að athuga hvort hann sé í góðu standi áður en maður kaupir. Mæli með að allir kíki á smá rúnt þarna inni jafnvel þó það sé bara skemmtun fyrir augað!
Eigið gott kvöld x
//Irena
Skrifa Innlegg