Við fengum mikinn innblástur frá tískupöllunum í Hörpu um helgina – það er greinilegt að við eigum mikið af hæfileikaríkum íslenskum hönnuðum. Við á Trendnet deildum með ykkur bloggi í beinni sem og live streami á Instagram, það var ánægjulegt að sjá hversu margir fylgdust með.
Það er eins með þessa tískuviku og þær erlendis, gestir hátíðarinnar veittu okkur líka mikinn innblástur .. við pössuðum okkur á að smella af þeim myndum. Sjáið myndir hér að neðan –
Götutískan á Reykjavík Fashion Festival í ár var virkilega skemmtileg & fjölbreytt. Mikið var um að fólk klæddist merkjavöru: Gucci var áberandi (vinsælasta street-hátískumerkið um þessar mundir), Stussy, Champion, YEEZY & fleira. Margir blönduðu saman fínu við casual – þægindin í fyrirrúmi.
x

Gummi okkar sem tók allar myndirnar fyrir Trendnet í beinni –

Lisa-Marie Mewes & Tim Slotta, frægar Instagram stjörnur en hér sjáum við Lisu með GG Supreme tösku sem er á óskalista margra –

Melkorka okkar frá Trendent flott í STUSSY. Gleraugun setja punktinn yfir i-ið.

Bryndís Magnúsdóttir fyrirsæta en hún labbaði fyrir MAGNEA

Heiða fyrirsæta en hún labbaði meðal annars fyrir Another Creation

Stella Briem, Helga & Snjólaug duglegir sjálfboðaliðar á RFF

Fanney Ingvars fín & sæt á fyrsta kvöldinu en hún er Press Manger á RFF

Bloggarnir Gyða Dröfn, Þórunn Ívars & Kolbrún Anna –
– TRENDKVEÐJUR –
Endilega fylgist með mér á Instagram: @sigridurr, & einnig á Snapchat undir nafninu siggamagga
Skrifa Innlegg