Pattra S.

JÁKVÆÐNI Í JANÚAR..

HEIMAInspiration of the dayMæli Með

Mikið svakalega líður þessi tími óhugnanlega hratt, allt í einu er febrúar genginn í garð.. hvað næst, elliheimilið?! Ég tók saman örfáir & lauflétta punkta sem einkenndi minn janúar mánuður, allt saman á jákvæðu nótunum.

..

4c52f58ce108503769cac09b8e3e9f6f8178788d91ec564f94b79c4c679f185a

Ég strengi aldrei áramótaheit en í ár er markmiðið mitt að drekka meira vatn, mun meira. Ég er ein af þeim sem gleymi allt of oft að fá mér vatn eins heimskulega og það hljómar. Mjög raunhæft markmið og jafnframt nauðsynlegt – Í janúar var klárlega persónulegt met í vantsdrykkju sem og klósettferðum!dbcf4709dbe76600ee8a221e42355967

..Undirrituð með aqua-to-go :))

IMG_1170

Líkamsrækt, JÁ ég og ræktin höfum aldrei átt samleið, ekki síðan ég hætti í handbolta fyrir um áratug síðan. Síðan þá hef ég mætt sorglega sjaldan í ræktina og þar er ég eins og hauslaus hæna sem gerir það að verkum að mér finnst hundleiðinlegt og þar af leiðandi mæti ég aldrei. Þó hef ég fundið mig í yoga og var ansi dugleg á tímabili þegar ég bjó í Gautaborg, þarf að koma mér aftur í yoga gírinn! En janúar mánuðurinn var einnig met í líkamsrækt en ég mætti samtals 4 sinnum sem er kanski dapurlegt fyrir suma en ég get sagt ykkur það að fyrir mig var það oftar en allt árið 2013.  Stefni allavega í rétta átt því hreyfing er lífsnauðsynleg og mig langar mjög mikið að lifa!

SONY DSCSONY DSC

Einn morguninn í síðustu viku tók þetta fallega útsýni á móti mér þegar ég opnaði augun, sólarupprás fyrir 8:30 og þar sem ég er ekki búin að sjá sólarupprás eða svo mikið sem sólina í allan janúar þá varð ég yfirgengilega glöð og jákvæð. Gott mótefni fyrir vetrarþunglyndinu en ég er komin með meira en nóg af gráleikanum, snjónum og síðast en ekki síst, kuldanum! Nú má vorið bara fara að kíkja í heimsókn.

Góða helgi gott fólk og verum jákvæð í Febrúar.

..

February already.. if the time keeps on flying by like this I will end up in a nursing home soon enough, scary stuff. But I wanted to share with you couple of positive things I’m taking with me from the first month of the year.. I never had a New Year’s resolution before but this year I plan to drink more water, a lot more! I’m one of those who tends to forget to hydrate, stupid. So this january I had a personal record of drinking water and visiting the bathroom. Another personal record this past month was visiting the gym, went 4 times which is probably sad for most people but for me it was more than whole last year. Yes sir, I plan to live a long life and it starts now. Another positive thing happen last week was when I saw a sunrise for the first time in Denmark this year. Haven’t seen any sun lately let along a sunrise so I was glad when I woke up to this wonderful view, a good anti(winter)depressant.. I’m waiting for you, spring! Have a lovely weekend and lets stay positive in February.

PATTRA

STOCKHOLM TIPS SVENSKT TENN & R.O.O.M.

Skrifa Innlegg