Það er orðið svo langt síðan ég bloggaði um Hausttrend #1 að ég hálfskammast mín! EN betra seint en aldrei, allavega í þessu tilviki. Ég var í skemmtilegu viðtali fyrir nokkrum vikum síðan þar sem ég tjáði mig um hitt&þetta, ég lét það meðal annars flakka að ullarkápur eru hreinlega skyldueign í haust/vetur og stend fastlega við það.
Þessi ofurfína tartan GANNI ullarkápa er heldur betur búin búin að vekja athygli í haust. Fasjónistar alls staðar að hafa látið sjá sig í henni og sjálf hefði ég ekkert á móti því eiga hana í mínum fataskáp.
Céline
Donna Karan
LANVIN
Louis Vuitton
Miranda Kerr for Vogue UK sept’13
Mátaði þessar tvennar frá Selected Femme nú á dögum. Afar freistandi!
Ég nældi mér í þessa fallegu kápu úr ZARA í Gautaborgheimsókninni og er handviss um að ég eigi eftir nota hana óspart í vetur. Karlmannssniðið heillaði og því síðari því betra fyrir mína parta. Ullarkápa í camel lit var á óskalistanum en einnig var ég að skimast eftir kápum í gráum, bláum eða jafnvel hvítum. Að fjárfesta í gæða ullarkápu er skynsamlegt vegna þess að hún er klárlega ein af þeim flíkum sem eru tímalausar og gott að eiga. Nú er það bara að að skella sér í búðir og finna eina fullkomna, ætti ekki að vera of erfitt þar sem úrvalið er frekar gott um þessar mundir.
Camel og ljós/blátt finnst mér einstaklega fallegt combó og ég mun reyna klæðast þessari kápu með það í huga!
..
Wool coats are huge this fall and is one of the biggest trends of the year, definitely a must have in your fall wardrobe. I bought this beautiful camel wool coat whilst visiting Gothenburg and I’m sure we are going to be seeing a lot of each other this winter. I fell for the masculine fit of it and the longer the better for my taste. I would like to wear this coat with something in baby/blue color as I love love that color-combo!
PATTRA
Skrifa Innlegg