Halló gleðilegan laugardag! Þetta bloggleysi hjá mér er blessunarlega að taka sinn enda en við Aarhus hjúin erum loksins búin að finna okkur íbúð og nýflutt inn eftir einum of margar vikur af hóteldvöl. Það getur stundum reynt á þolinmæðina að búa í Danaveldinu því hér þarf maður að bíða talsvert eftir hlutunum en það tekur t.d. tvær vikur að fá internet inná heimilið.
Hvað um það, mig langar aðallega að líta hér við og óska ykkur gleðilegan Gay Pride og birta í leiðinni þessar myndir sem eiga ansi vel við daginn. Við hjúin heimsóttum AROS safnið í síðustu viku og tókum nokkra hringi á Panorama Rainbow eftir Ólafi Elíassyni sem var mjög ánægjulegt og gaman að sjá yfir alla borgina. Annars er ekki bara dagurinn í dag sem er gleðilegur heldur verður Trendnet hvorki meira né minna en þriggja ára á morgun, tíminn flýgur svo sannarlega þegar það maður er að skemmta sér.. Takk fyrir heimsóknina kæru lesendur!
Enda þetta á útsýni af fallega Árósum.
Ástin rokkar!
..
I highly recommend a visit to AROS if you ever drop by Aarhus, such a joyful walk thru the Panorama Rainbow by Olafur Eliasson and perfect view over the whole city! But mostly I would like to wish everybody in Reykjavik a happy Gay Pride I feel like these pictures are spot on for the occasion.
LOVE rules!
x
PATTRA
Skrifa Innlegg