fbpx

Pattra S.

FAUX FUR & BURT’S BEES

beautyJ'ADOREMy closetNew closet member

Ég klæddist gervipelsinum mínum frá H&M í fyrsta sinn um helgina og ég verð að segja að ég er afar ánægð með hann fyrir utan það að ég var étandi fjaðrir mest megnið af tímanum en fyrir þennan pening þá sætti ég mig við það! Þessar myndir voru teknar í gærkvöldi þegar við gömlu hjú fórum í kósý dinner svo heim í kúr, yndis laugardags.

Við pelsinn var ég í ofurþægilegum buxum frá Monki og með uppáhalds snyrtivöruna mína, litaður varasalvi frá Burt’s Bee í litnum rose. Varð ástfangin af honum í sumar þegar ég keypti eitt stykki á Leifstöð og nú hafa fleiri Burt’s Bees elskur bæst í snyrtibudduna. Eini varasalvinn sem hefur virkað svona ótrúlega vel á mig og liturinn finnst mér fullkominn, 100% nátturulegur er líka eitthvað til þess að gleðjast yfir!

..

I wore my H&M faux fur for the first time this weekend and I’m beyond pleased with it even though I was eating a great amount of feathers, frankly I’m willing to for the prise. I also wore my absolute favorite beauty product, a tinted lip balm from Burt’s Bees in the color rose. The only lip balm that works amazingly on me, I just adore the color and being 100% natural is a pretty good bonus!

PS

THANKSGIVING

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Han Solo

  26. November 2012

  Sæti fugl! Ég keypti burt’s varasalvann í litnum honeysuckle um daginn, nota ekkert annað á varinar núna, er að maka honum á mig meðan ég skrifa þetta..

  • Elfa

   26. November 2012

   Haha, það er sko eins gott að þú sért að maka honum á þig as we speak, annað væri bara fáránlegt!

 2. Pattra's

  26. November 2012

  Þetta er barasta O so good fyrir varirnar. Ég er HÚKT!!

 3. Fatou

  27. November 2012

  Falleg ertu alltaf elsku vinkona! Og þessi pels er gordjöss!!