TAKK

beautyInspiration of the dayJ'ADOREÓ VÁÁÁ. Mikið var gaman að lesa yfir kommentin frá ykkur elsku lesendur..  ég er sennilega búin að lesa yfir þau ca 100 sinnum, engar ýkjur. Það kemur örugglega ekki á óvart en það var átakanlegt að velja eitt komment -best væri ef ég gæti gefið ykkur öllum! En nokkur komment gripu mig aðeins meira en önnur og á endanum fór ég bara eftir hjarta mínu.

”Þetta verður erfið keppni, en ég legg alveg í hana :)

Til lukku með daginn ykkar. Fyrst þegar þið fóruð í loftið leyst mér ekkert á þetta, fannst bara fínt að fylgjast með ykkur nokkrum á ykkar eigin bloggum… en í dag er ég sko algjörlega komin yfir þá fýlu og þetta er eitt af uppáhalds netsíðunum mínum :),,

Til hamingju Rut Rúnarsdóttir! Ég er búin að senda þér tölvupóst en þú hefur eignast 10.000 kr gjafabréf frá Nikeverslun.is og 3 glæsilega Burt’s Bees Tinted lip balm sem er mitt uppáhalds. Það borgar sig svo sannarlega að reyna á hlutina þrátt fyrir að þeir geta oft á tíðum verið erfiðir og hreinskilni er ávallt vel séð, sérstaklega þegar þau eru uppbyggileg.

Það væri kærkomið að fá að heyra oftar í ykkur, gleður mig svo mikið. TAKK enn og aftur fyrir að kíkja í heimsókn

Kærleikur X

PATTRA

YSL-SINGULIER

beauty

Ég er yfir mig hrifin af þessum blá-græna maskara frá YSL í línunni Singulier(litur nr.7) og er búin að nota hann mjög mikið undanfarið.   Það sést kanski ekki alveg nægilega vel á myndinni en blái liturinn er ótrúlega sérstakur og ólíkur þeim bláu möskurum sem ég hef séð í gegnum tíðina. Mér finnst hann gera mikið fyrir brúnu augun mín, skemmtileg tilbreyting!

Þessi póstur er tímastilltur en akkúrat þessa stundina sit ég í flugvél á leiðinni til Boston þar sem við hjúin munum eyða 6 snilldar dögum með okkar ástkærum vinum.

Spennt!

..

I’ve been using this blue-green mascara from YSL-Singulier(color nr.7) a lot lately. It may not show on the picture but this particular blue color is pretty different than most blue mascara I’ve come across, matching pretty well with my brown eyes -I think.

Right now I’m sitting on a plane on my way to Boston where me and my other half will spend 6 devine days with our beloved friend. Excitement overload!!

PS

KATE&CARA

beautyJ'ADORE

Þið hafið eflaust tekið eftir því að Cara Delevigne hefur verið mikið líkt við Kate Moss í tískuheiminum. Það er því afar viðeigandi&brilliant að þær stöllur prýða báðar forsíðu Vogue UK næstkomandi júní en Miss Vogue tímaritið verður gefið út í fyrsta sinn sem fylgiblað og að mínu mati er ungfrú Cara fullkomin í hlutverki forsíðustúlku. Það er auðvitað bara til ein Kate Moss en hvað segiði.. Er Cara verðugur arftaki?!

Ég hlakka svo sannarlega til að fá blöðin í mínar hendur.

..

Many in the fashion world say that Cara Delevigne is the new Kate Moss so it seems like a match made in heaven that both of them are on the cover of Vogue UK for june. Cara is the first covergirl ever for Miss Vogue which will be distributed with the June issue of Vogue UK and in my opinion she is perfect for the part. There’s only one Kate Moss but what do you reckon.. is Cara worthy?!

PS

FAUX FUR & BURT’S BEES

beautyJ'ADOREMy closetNew closet member

Ég klæddist gervipelsinum mínum frá H&M í fyrsta sinn um helgina og ég verð að segja að ég er afar ánægð með hann fyrir utan það að ég var étandi fjaðrir mest megnið af tímanum en fyrir þennan pening þá sætti ég mig við það! Þessar myndir voru teknar í gærkvöldi þegar við gömlu hjú fórum í kósý dinner svo heim í kúr, yndis laugardags.

Við pelsinn var ég í ofurþægilegum buxum frá Monki og með uppáhalds snyrtivöruna mína, litaður varasalvi frá Burt’s Bee í litnum rose. Varð ástfangin af honum í sumar þegar ég keypti eitt stykki á Leifstöð og nú hafa fleiri Burt’s Bees elskur bæst í snyrtibudduna. Eini varasalvinn sem hefur virkað svona ótrúlega vel á mig og liturinn finnst mér fullkominn, 100% nátturulegur er líka eitthvað til þess að gleðjast yfir!

..

I wore my H&M faux fur for the first time this weekend and I’m beyond pleased with it even though I was eating a great amount of feathers, frankly I’m willing to for the prise. I also wore my absolute favorite beauty product, a tinted lip balm from Burt’s Bees in the color rose. The only lip balm that works amazingly on me, I just adore the color and being 100% natural is a pretty good bonus!

PS

BJÚTÍ

beauty

Ég datt inn í frábæra snyrtivörubúð sem selja lífrænt ræktaðar vörur án skaðlegra aukaefna eins og paraben og missti mig aðeins, það má stundum!

Fyrir andlitið: Andlitsskrúbb, rósavatn, andlitsolía með E-vítamín/For face: Face scrub, rosewater, face oil with E-vitamin.

Shea bodybutter og möndlu olía sem þú getur blandað við kremin sem þú notar venjulega til þess að ná hámarks raka, þetta er víst gamalt trix! / Shea body butter and almond oil that you can mix in with your regular body lotion for maximum moisturize, an old trix!

Ég er búin að heyra góða hluti um rósavatnið og lesa mikið um það í tímaritum og eftir nokkra daga notkun er ég sannfærð! Möndlu olíu trixið sennilega það besta sem hefur gerst fyrir mína þurru húð.

..

I stumbled up on a store filled with eco beauty products and bought couple of stuff. Have heard and read wonderful things about the rosewater and after a few days I’m sold! My dry skin is loving the almond oil to pieces.

PS

MINI MAKEOVER

beauty

BLOGGLEYSI gærdagsins stafaði af netveseni! Ég naut kvöldsins ein með sjálfri mér og ákvað að taka ”mini makeover” í tilefninu..

+

=

Aflituðu endarnir á hárinu mínu voru orðnir ansi sólteknir og ég var eiginlega orðin rauðhærð þannig að ég ákvað að brúnka&dekkja þetta aðeins fyrir veturinn. Úrkoman var bara ansi góð fyrir svona byrjanda eins og mig! Þetta er núna mun nátturulegra sem ég er algjörlega að fíla. Casting Créme Gloss frá L’oréal að gera góða hluti og mjög auðvelt í notkun.

..

After the summer my dip-dye hair was very sun damaged and I was suddenly a redhead so last night I decided to darken it up a little. For a rookie like me the result was pretty good! Casting Créme Gloss from L’oréal is very easy to use, thumbs up!

PS

YSL

beautyNew closet member

Ég er pínu skrýtin þegar kemur að snyrtivörum!.. Virðist aldrei getað haldið mig við sama merkið og er alltaf að prófa eitthvað nýtt. Ætli það sé ekki bara vegna þess að ég hef aldrei verið fyllilega ánægð?! Nældi mér í YSL eyeliner og maskara á flugvellinum í línunni Shocking og ég er aðeins búin að prófa eyelinerinn, MIKIÐ er ég að fíla hann. Ótrúlega auðveldur í notkun og þornar umleið, liturinn skarpur og smitar engan veginn frá sér. Kem með niðurstöðuna á maskaranum síðar.

..

I can’t seem to stick with one brand when it comes to make-up and is always trying out new things. Just bought 2 products at the airport, YSL eyeliner&mascara from their new line Shocking and so far so very good! I’m loving the eyeliner, so easy to use basically perfect in every way. I will keep you posted on the mascara.

PS

NEON

beautyNew closet member


GOOD lordy, finally the internet is back on track! But to be honest I haven’t really missed it at all as right now the weather here in Denmark is beyond fantastic, summer is definitely here to stay. And its getting pretty hot, even too hot perhaps? NO no complaining I don’t mind to be melting away and waking up in the middle of the night soaking in sweat, love it!
Got these cool nailpolish in Berling at American Apparel and today I went with the first one(the last one is much more baby pink than it shows on the pic).
..
JÆJA þá er netið komið í lag en satt að segja var alveg fínt að vera netlaus, er búin að vera úti meira og minna.. veðrið hérna á meginlandinu er einum og gott þessa dagana. Sumarið er klárlega komið! 
Hitinn er nánast óbærilegur en ég VEIT að ég má alls ekki kvarta, það er bara ágætt að vakna á nóttinni í svitabaði!
Nældi mér í 3 naglalökk í American Apparel um síðustu helgi og skellti á mig fyrsta lakkinu áðan, jiii hvað það þornar hratt! (síðasta lakkið er mikilu meira ”baby pink” en myndin sýnir..)

Today’s dress-Zara/Gottalove NEON!

PS