fbpx

Pattra S.

DAY 2-A PIECE OF CLOTHING THAT YOU HAVEN’T WORN YET

Blog ChallengeNew closet member

 DAGUR 2 -Flík sem ég á eftir að fara í..

Að þessu sinni er áskorunin aðeins einfaldari og léttari en sú fyrsta en þessar fínu Noisy May blómabuxur keypti ég í Árósum fyrir stuttu síðan í búð sem heitir Bestseller. Flott snið&munstur, fullkomar sumarbuxur sem ég hlakka til að klæðast. Í kvöld liggur leið mín í 25 ára afmæli og það hefði verið upplagt að fara í þær ef það væri ekki ljótufataþema –ég tek myndir!!

..

 Today’s challenge is definitely a lot easier  and less work than the first one. I recently got these Noisy May pants in Aarhus at a store called Bestseller, love love the flower print and can’t wait to wear them all summer. Woulda been perfect for tonight’s 25y birthday party I’m going to if the theme of the party wasn’t ugly clothing -I’ll take some pics!!

PS

DAY 1 - MY CLOSET

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

10 Skilaboð

  1. Sigrún

    4. May 2013

    Má ég spurja hvaðan þessi loðkollur er?

  2. Karen Lind

    5. May 2013

    Fínar buxur!
    Ég er svo forvitin um kollinn, er þetta nokkuð Fuzzy? Hvar fékkstu hann?
    Ég er alltaf á leiðinni að kaupa mér Fuzzy – en læt aldrei verða að því.

  3. Sigrún

    5. May 2013

    hvaðan er loðkollurinn ? :)

  4. Erna

    6. May 2013

    Noisy May línan er seld í Vero Moda hér á Íslandi ;) Vero Moda er partur af Bestseller.

    • Pattra's

      6. May 2013

      Æði, takk fyrir þetta:) Ég er klárlega að fíla þetta merki -ótrúlega fín verð á flíkunum!

  5. Hófí

    6. May 2013

    Þetta er mjög skemmtileg áskorn hjá þér . Líka gaman að sjá brot af íbúðinni þinni í leiðinni sem lýtur út fyrir að vera ótrúlega falleg :)

    • Pattra's

      6. May 2013

      Takk kærlega fyrir falleg orð :) Okkur hjúum líður ofsalega vel í húsinu okkar hér í yndis DK!

  6. Fatou

    6. May 2013

    Mér finnst þetta blogg þema ansi skemmtilegt hjá þér mín kæra – knús yfir hafið x

    • Pattra's

      6. May 2013

      Svo gaman að heyra elskulega mín :** Kram&Kys frá Randers City!!

  7. Pattra's

    6. May 2013

    Feldinn keypti ég í danskri design búð hér í Randers, hann er búinn til hér á Jótlandinu. Svo fann ég kollinn í annari búð sem heitir IDE møbler. Mig langaði samt alls ekki að vera apa eftir fuzzy og hélt að kollurinn væri aðeins ólíkari Fuzzy en þetta, gæti verið að ég skipti kollinum út síðar.

    Mér finnst samt útkoman ótrúlega fín þó að planið að hafa þetta eins ólíkt og hægt var er heppnaðist ekki nægilega vel :)