DAY 15-YOUR FAVORITE JEANS

Blog ChallengeMy closet

Þá er komið að síðasta degi bloggáskorunarinnar og ég vona innilega að þið séuð búin að hafa jafn gaman að þessu og ég! Ég valdi þessar vintage Levi’s gallabuxur sem uppáhalds vegna þess að þær skera sig úr og ég elska sniðið á þeim. Einnig fíla allt ég sem er upphátt, fullkomið fyrir magabolatrendið sem er í gangi, retrolúkkið heillar!

..

The last day of this blog challenge, time flies huh.. Hopefully y’all enjoyed it as much as I did! I chose this vintage Levi’s jeans because it’s different and I love everything that is high-waisted, just perfect for all my crop tops. Diggin’ the retro feeling!

Rocking weekend X

PS

DAY 14-AN ARTICLE OF CLOTHING THAT YOU CONSIDER LUCK

Blog ChallengeMy closet

Þessi Ankh kross er búinn að fylgja mér í mörg ár en ég tók algjörlega ástfóstri við hann og á tímabili tók ég hann varla af mér. Þegar maðurinn minn var enn að spila fótbólta í Gautaborg þá töpuðu þeir ekki einum leik á meðan ég mætti með krossinn á leikina, merkilegt nokk. Ég gekk það langt í dýrkuninni að ég lét flúra á mig Ankh í fyrra en ég kann ótrúlega vel við meininguna á bakvið krossinn, viðurkenni það samt fúslega að það var nokkurs konar spontant ástand.

..

This Ankh cross has been with me for many years but I fell in love with it at first sigh and used to wear it nonestop. When my hubby was still playing football in Gothenburg he never lost a game if I was wearing it, interestingly enough! I loved it so much that I even got an Ankh tattoo last year but I kinda like the meaning behind it even though it was very much a spontanious situation.

PS

DAY 13-YOUR NEWEST PURCHASE

Blog ChallengeNew closet member

Nýjasti fataskápameðlimurinnn er þessi fallega Kenzo peysa!

Finnst ykkur hún ekki dásemdin ein?! Ég er svo ástfangin af henni, er þegar búin að fara í hana 1x og get ekki beðið eftir að eyða sumrinu með henni. Hún er mun skemmtilegri og vandaðri en hin Kenzo peysan mín, ein stór Kenzoást!

..

My newest closet member, isn’t she lovely?! This Kenzo is way more fun and prettier than my first one. Lovely little details, can’t wait to spend more time with this beauty. One big fat Kenso-luv!

PS

DAY 12-A HAT

Blog ChallengeMy closet

Hatturinn átti að vera áskorun morgundagsins en ég þarf að fá tíma til þess að mynda nýjustu dásemdina sem ég var að fjárfesta í þannig að ég víxlaði dögunum. Þessi fínasti hattur verður mikið notaður í sumar.. rendur, hvítt&blátt –ansi velheppnað combo. Keyptur á markaði hér í Randers.

Stay tuned á morgun ef þið viljið sjá fallegustu peysu veraldar!!

Bikini top-Urban Outfitters

..

This one is suppposed to be tomorrow but I need more time for today’s challenge so I switched it. Bought this cool hat at a market here in Randers town, it’s gonna be worn like mad this summer, loving the stripes and white&blue combo.

Stay tuned tomorrow if you want to see my newest purchase -the most beautiful sweater of all time!!

PS

DAY 11-AN OUTFIT YOU WORE ON A SPECIAL DAY

Blog ChallengeMy closetThailandWedding

Það fór ekki á milli hvað yrði fyrir valinu að þessu sinni, sem minnir mig á það að ég verð að leyfa ykkur að sjá fleiri myndir af þessum merkisdegi í lífinu okkar. Ég náði að týna símanum mínum í Kóngsins Köben um helgina og er búin að gráta hann til óbóta.. allar myndirnar mínar, snöggt!! Var með hvorki meira né minna en 4000 þúsund myndir inn á honum og nú held ég að ég megi ekki eignast fl. snjallsímar við eigum bara alls ekki samleið, augljóslega.

..

It wasn’t hard to pick one for this challenge, which reminds me that I have to post some more pics of this amazing day in our lives. Unfortunately I lost my darn samsung galaxy in Copenhagen last friday and man, have I been crying over it! Just lost 4000 pics of my life and all the photos from the trip to Thailand that I had -so priceless. I don’t think I was meant to own a smartphone since we clearly can’t seem to get along.

PS

DAY 10-SOMETHING THAT IS YOUR FAVORITE BRAND

Blog ChallengeMy closet

Elsku Isabel Marant er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Ég var svo heppin að fá þennan bol á mega útsölu og klæddist honum á RFF í mars.

Allar í svart hvítu.. Great minds think alike ?!

..

Isabel Marant is definitely my fave at the moment and I was lucky enough to get this shirt on super sales. Wore it to Reykjavík Fashion Festival back in march with my fellow Trendnet gang.

All four of us in black&white, great minds think alike huh?!

PS

DAY 7-YOUR MOST EXPENSIVE ARTICLE OF CLOTHING

Blog ChallengeMy closet

Dýrasta djásnið í fataskápnum.

Þessi áskorun er pínu kjánaleg finnst mér en það er bara kanski partur af þessu öllu saman.  Ég hef átt þennan Gucci leðurjakka í dágóðan tíma en hef notað hann grátlega sjaldan, því miður. Hann er ekki aaalveg minn tebolli en samt algjörlega tímalaust eintak og mun sennilega prýða fataskápinn minn að eilífu.

Ég hef ákveðið að pósta bloggáskorunina á hverjum degi héðan í frá vegna þess að í lok maí verður tryllt ferðatörn á okkur hjúum á sama tíma og síðustu dagar af þessum blog challenge hefðu verið. Það þýðir auðvitað ekki að gera þetta í einhverju hálfkáki og mig langar því að vera búin að klára þetta vel&vandlega áður en ferðalagið mikla hefst.

..

This Gucci leather jacket has been in my closet for a long time but since it is not exactly my cup of tea I haven’t worn it a whole lot, sadly enough. On a positive side it is a timeless piece and we are gonna have a long life together the 2 of us.

PS

DAY 6-SOMETHING FROM YOUR FAVORITE STORE

Blog ChallengeMy closet

Obbósí, dagur 6 var eiginlega í gær en ég var á ferð og flugi og náði því miður ekki að blogga, pínu leiðinlegt að vera ekki á réttum tíma!

En ég hef sagt það áður að Weekday er ein af mínum uppáhalds búðum og þennan snjóþvegna gallajakka fékk ég í Weekday vintage. Hann er fullkominn fyrir sumarið en fyrir átti ég einn mjög fínan second hand Levi’s jakka sem þið hafið eflaust séð einhvern tímann á blogginu, skemmtileg viðbót!

..

Weekday is one of my favorite stores and I got this acid wash denim jacket from Weekday vintage, perfect summer denim. You might have seen my other beloved denim jacket on the blog but it’s a second hand Levi’s and a bit more oversized, great combo!

PS