Hér kemur uppskriftarmyndband sem ég tók þátt í að gera í samstarfi við Gerum daginn girnilegan. Ljúffengt salat með kjúklinga dumplings, edamame baunum, brokkólí og fleira girnilegu. Þetta er svo létt og bragðgott. Mæli mikið með!
1 pakkning dumplings með kjúklingi frá Itsu
4 dl edamame baunir
200 g brokkólí
Filippo berio ólífuolía til steikingar
1-2 hvítlauksrif
2 msk rautt karrí frá Blue dragon
2 msk sesamolía frá Blue dragon
2 msk ólífuolía
Salt & pipar
Pak choi salat (má nota annað salat)
1-2 vorlaukar
Stappaður fetaostur eftir smekk
1 msk sesamfræ
Ferskur kóríander
Radísuspírur eða alfalfa spírur
Aðferð
- Steikið dumplings, brokkólí og edamame baunir uppúr ólífuolíu.
- Bætið út í sesamolíu, ólífuolíu, rauðu karríi og pressuðu hvítlauksrifi og hrærið. Saltið og piprið eftir smekk.
- Skerið pak choi gróflega og smátt skerið vorlauk og kóríander.
- Raðið salatinu á disk eða í skál. Því næst dreifið dumplings blöndunni yfir. Toppið svo með vorlauk, stöppuðum fetaosti, sesamfræjum, kóríander og radísuspírum.
Skrifa Innlegg