fbpx

TORTILLU KAKA MEÐ GRASKERI

AÐALRÉTTIRGRÆNMETIS- & VEGANRÉTTIRSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Súper góður og einfaldur grænmetisréttur sem ég gerði í samstarfi við Innnes. Tortillum er staflað upp í köku og fylltar með ýmsu góðgæti eins og butternut squash, sveppum, lauk, Philadelphia rjómaosti og cheddar osti. Þetta er svo borið fram með guacamole með fetaosti. Undanfarið hef ég verið mjög heilluð af butternut squash og er búin að útbúa alls kyns rétti úr því. Grasker er gott með svo mörgu, sérstaklega með þessum dásamlega góðu tortillum. Rjómaosturinn og cheddar gera réttin svo einstaklega djúsí og góðan.

5 tortillur með grillrönd frá Mission
1 butternut squash
2 msk ólífuolía
½ tsk chiliduft
1 tsk cumin
1 tsk salt
¼ tsk pipar
Smjör
250 g sveppir, skornir í smáa báta
1 laukur, smátt skorinn
2-3 hvítlauksrif, pressuð
1 rjómaostur frá Philadelphia
Cheddar ostur, rifinn
100 g spínat
1-2 msk sýrður rjómi
Kóríander

Guacamole með fetaosti
3 stór avókadó eða 5 lítil
1 ½ dl stappaður fetakubbur
Safi úr 1 lime
Chiliflögur eða duft
Salt & pipar

Aðferð

  1. Afhýðið butternut squash, fjarlægið fræin úr miðjunni með skeið og skerið það í litla bita.
  2. Hellið butternut squash bitunum í skál og blandið saman við ólífuolíu, chiliduft, cumin, salt og pipar.
  3. Dreifið bitunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 20 mínútur við 190°C.
  4. Steikið sveppi og lauk upp úr smjöri. Kryddið með salti og pipar og blandið hvítlauknum saman við í lokin.
  5. Smyrjið tortillu með rjómaosti, dreifið ¼ af sveppablöndunn og  ¼ af butternut squash og  dreifið svo spínatinu og cheddar ostinum yfir. Staflið annarri tortillu ofan á og endurtakið þetta þrisvar sinnum í viðbót.
  6. Smyrjið toppinn á tortillakökunni með sýrðum rjóma og stráið restinni af cheddar ostinum yfir. 
  7. Bakið í ofni í 6-8 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður.
  8. Skerið í sneiðar og berið fram með guacamole og kóríander.

Guacamole með fetaosti

  1. Blandið öllu saman með töfrasprota eða stappið öllu saman. 

 

Endilega látið mig vita ef að þið prófið! Mér finnst svo gaman að heyra frá ykkur :)

GÓÐA HELGI & VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

19 ÁRA ELENORA RÓS GEFUR ÚT BÓK

Skrifa Innlegg