fbpx

SUMARFRÍIÐ MITT

PERSÓNULEGT

Hæ elsku lesendur!   Langt síðan að ég kom hér inn að skrifa um lífið og hvað ég er að bralla fyrir utan matargerðina. Sumarið flaug áfram en ég átti alveg dásamlegt sumar. Við ferðuðumst mikið innanlands, fórum hringinn í kringum landið, veiðiferð, bústaðarferðir og nutum í botn með börnunum, nánustu fjölskyldu og vinum. Ég ætla að leyfa nokkrum uppáhalds sumarmyndum að fylgja.

Annars er ég mjög spennt fyrir haustinu og öllu sem því fylgir. Maturinn, drykkirnir, litirnir, tískan, rútínan og svo lengi mætti telja. Ég er alveg tilbúin í haustið. Bless sumar og halló haust. 

Við fjölskyldan keyrðum hringinn í kringum landið með foreldrum mínum. Áttum dásamlegar stundir.

Fyrsta stopp var Hótel Jökulsárlón. Óvá hvað ég var ánægð með þetta hótel!

Hótelið er svo glæsilegt og herbergin falleg og þægileg.

Morgunmaturinn og kvöldmaturinn var svo ljúffengur. Mæli svo mikið með! (ekki samstarf)

Jökulsárlón og Fjallsárlón.

Austurlandið var eiginlega einum of gott. Það var brjálæðislega gott veður! Við gistum á Hótel Hallormsstöðum. Heimsóttum Skriðuklaustur og Atlavík og tókum því rólega.

Það var svo yndislegt á Akureyri. 20 stiga hiti allan tímann og við nutum í botn í bústað í Kjarnaskógi.

Að sjálfsögðu kíktum við í kaffi í Pennann Eymundsson á Akureyri. Vá hvað ég var glöð að sjá mynd eftir okkur Ingibjörgu fyrir utan.

Dásamlegt í Geosea á Húsavík.

Hildur & Bjössi á Húsavík. Hversu fyndið!?

Fórum með yndislegu og bestu vinum í foreldrafrí til Vík í Mýrdal. Meira hér.

Veiðiferð, bústaðarferðir og fleira skemmtilegt.

 

Takk fyrir að lesa :)
Vonandi áttuð þið dásamlegt sumarfrí líka 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

 

BRUSCHETTUR MEÐ RJÓMAOSTI OG OFNBÖKUÐUM TÓMÖTUM

Skrifa Innlegg