fbpx

SÚKKULAÐIBITASMÁKÖKUR MEÐ TAHINI

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Þessar smákökur eru í hollari kantinum og koma svo sannarlega á óvart! Ég gerði þær í samstarfi við Innnes og bæði eru þær einfaldar í undirbúningi og passa einstaklega vel með kaffibolla eða ísköldu mjólkurglasi. Tahini eða sesamsmjör, sem er eitt af innihaldsefnunum, er m.a. ríkt af kalki og ýmsum steinefnum og gerir kökurnar næringarríkari fyrir vikið. Börnin elska þær og ég elska að gefa þeim eitthvað sætt sem er líka hollt og gott! Tahini-ið, hrásykurinn, hlynsírópið og súkkulaðið er frá þýska fyrirtækinu Rapunzel en það framleiðir gæða lífrænar fair trade matvörur. Mæli með!

250 g tahini frá Rapunzel
200 g hrásykur frá Rapunzel
60 ml hlynsíróp frá Rapunzel
2 tsk vanilludropar
1 egg
½ dl ólífuolía
250 g fínmalað spelt
¼ tsk lyftiduft
¼ tsk matarsódi
1 dl möndlumjólk eða mjólk
160 g 70% súkkulaði frá Rapunzel

Aðferð

  1. Byrjið á því að hræra saman tahini, sykri hlynsírópi, vanilludropum, eggi og ólífuolíu.
  2. Sigtið hveiti, matarsóda og lyftidufti og hrærið saman við.
  3. Hellið mjólkinni útí og hrærið öllu vel saman.
  4. Skerið súkkulaðið í bita og blandið við deigið.
  5. Útbúið kúlur úr deiginu með matskeið og dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír.
  6. Bakið í ofni í 10-12 mínútur á 170°C á blæstri. Gott er að toppa með sjávarsalti.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

HELGARKOKTEILLINN : PUMPKIN SPICE STROH KAFFI

Skrifa Innlegg