fbpx

HELGARKOKTEILLINN : PUMPKIN SPICE STROH KAFFI

DRYKKIRUppskriftir

Halló langþráða helgarfrí! Helgarkokteillinn er svo sannarlega ekki af verri endanum. Haustlegur kokteill sem yljar manni, afar ljúffengur og minnir aðeins á jólin. Heitur kaffidrykkur með Stroh, flóaðri mjólk, pumpkin spice, hrásykri og toppaður með þeyttum rjóma. Ég ætla klárlega að skála í þessum drykk um helgina.

Fyrir einn
1 espresso skot kaffi eða ½ dl sterkt kaffi
1 msk hrásykur
¼ tsk pumpkin spice + auka til að skreyta
2-4 cl Stroh 60
1 dl flóuð mjólk
Þeyttur rjómi

Pumpkin spice kryddblanda
2 tsk kanill
½ tsk múskat
½ tsk malaður negull
½ tsk malað engifer

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa pumpkin spice kryddblönduna. Blandið öllum hráefnunum saman í skál eða krukku. Gott að geyma svo í krukku upp í skáp til að eiga. Mér finnst t.d. gott að strá smá pumpkin spice út í kaffið eða útbúa haustlegt hnetumix.
  2. Blandið saman heitu kaffi, hrásykri og pumpkin spice í bolla eða glas. Hrærið vel saman þar til sykurinn leysist upp.
  3. Hellið Stroh saman við og hrærið.
  4. Hitið mjólkina í potti eða í mjólkurflóara, hellið saman við kaffiblönduna og hrærið.
  5. Að lokum toppið kokteilinn með þeyttum rjóma, stráið pumpkin spice yfir og njótið!

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & GÓÐA HELGI!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

 

PIZZA MEÐ BUTTERNUT SQUASH

Skrifa Innlegg