fbpx

SÚKKULAÐI VEGAN GRANÓLA BITAR

EFTIRRÉTTIR & KÖKURMORGUNMATUR & BRÖNSSAMSTARFUPPSKRIFTIR

Fljótlegir og gómsætir granóla bitar sem innihalda aðeins fjögur hráefni. Ég útbjó bitana í samstarfi við Innnes en þeir innihalda haframjöl, hlynsíróp, súkkulaði og aðalstjarnan er nýtt súkkulaðiálegg frá So Vegan So Fine. Það er alveg ótrúlega bragðgott og kemur í þremur bragðtegundum, með heslihnetum, með möndlum og svo með kókos og hvítu súkkulaði. Súkkulaðiáleggin eru vegan, 100% lífræn, glútenfrí, sanngirnisvottuð og  innihalda hvorki pálmolíu né soya. Einnig eru þau góð á pönnukökur og útí grauta. Nammi namm, ég mæli mikið með þessu! So Vegan So Fine fæst í Hagkaup og Fjarðarkaup.

2 dl súkkulaðiálegg með heslinhnetum frá So Vegan So Fine
1 dl hlynsíróp frá Rapunzel
6 dl haframjöl
80 g 70% súkkulaði frá Rapunzel

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 190°C með blæstri.
  2. Blandið saman súkkulaðiálegginu og sírópinu í skál.
  3. Fínmalið 2 dl af haframjölinu í blandara eða matvinnsluvél.
  4. Blandið fínmalaða haframjölinu ásamt restinni af haframjölinu saman við súkkulaðiblönduna. Hrærið vel saman.
  5. Smátt skerið súkkulaðið og bætið því saman við.
  6. Dreifið og þjappið blöndunni í lítið eldfast form sem þið þekið með bökunarpappír og bakið í 16-20 mínútur. 
  7. Leyfið þessu að kólna aðeins áður en þið skerið í bita eftir smekk og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

BLEIKJA MEÐ MÖNDLUFLÖGUM, CHILI & ENGIFER

Skrifa Innlegg