Fljótlegir og gómsætir granóla bitar sem innihalda aðeins fjögur hráefni. Ég útbjó bitana í samstarfi við Innnes en þeir innihalda haframjöl, hlynsíróp, súkkulaði og aðalstjarnan er nýtt súkkulaðiálegg frá So Vegan So Fine. Það er alveg ótrúlega bragðgott og kemur í þremur bragðtegundum, með heslihnetum, með möndlum og svo með kókos og hvítu súkkulaði. Súkkulaðiáleggin eru vegan, 100% lífræn, glútenfrí, sanngirnisvottuð og innihalda hvorki pálmolíu né soya. Einnig eru þau góð á pönnukökur og útí grauta. Nammi namm, ég mæli mikið með þessu! So Vegan So Fine fæst í Hagkaup og Fjarðarkaup.
2 dl súkkulaðiálegg með heslinhnetum frá So Vegan So Fine
1 dl hlynsíróp frá Rapunzel
6 dl haframjöl
80 g 70% súkkulaði frá Rapunzel
Aðferð
- Hitið ofninn í 190°C með blæstri.
- Blandið saman súkkulaðiálegginu og sírópinu í skál.
- Fínmalið 2 dl af haframjölinu í blandara eða matvinnsluvél.
- Blandið fínmalaða haframjölinu ásamt restinni af haframjölinu saman við súkkulaðiblönduna. Hrærið vel saman.
- Smátt skerið súkkulaðið og bætið því saman við.
- Dreifið og þjappið blöndunni í lítið eldfast form sem þið þekið með bökunarpappír og bakið í 16-20 mínútur.
- Leyfið þessu að kólna aðeins áður en þið skerið í bita eftir smekk og njótið.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg