fbpx

SMØRREBRØD MEÐ RAUÐSPRETTU, RAUÐKÁLI OG HEIMAGERÐU REMÚLAÐI

AÐALRÉTTIRUPPSKRIFTIR

Þetta smørrebrød er orðin árleg hefð í aðventunni hjá mér. Ég er alin upp við að borðað sé smørrebrød á aðventunni og mér finnst það ómissandi hefð. Rauðsprettan er svo dásamlega góð en hún hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér. Ég baka hana í ofni því mér finnst það bæði betra og fljótlegra því þá undirbý ég meðlætið á meðan hún bakast. Hér er rauðsprettan borin fram á rúgbrauði með rauðkáli og remúlaði. Það er ljúffeng blanda sem passar vel saman. Punkturinn yfir i-ið er að gera remúlaðið sjálfur en það er svo miklu betra heimagert.

Fyrir fjóra
800 g rauðspretta, ég keypti með roðinu á
1 dl hveiti
2 egg
3-4 dl panko rasp
Salt og pipar
20-40 g smjör
Rúgbrauð, mér finnst best heilkorna rúgbrauð
Ferskt rauðkál, eftir smekk
Steinselja
Heimagert remúlaði
3-4 sýrðar gúrkur
1 msk capers
4 msk majónes
2 msk sýrður rjómi
3 msk dijon sinnep
Karrý
Túrmerik
Salt og pipar

Aðferð

  1. Roðflettið rauðsprettuna ef það þarf og skerið í bita sem passa á rúgbrauð.
  2. Pískið egg í skál. Hellið hveiti á disk og hrærið saman brauðraspi og kryddi í djúpum diski eða skál.
  3. Veltið fiskinum upp úr hveitinu, egginu og síðan raspinum.
  4. Skerið smjör í litla teninga og raðið í botninn á eldföstu formi.
  5. Dreifið fiskinum ofan á smjörið og dreifið meira smjöri ofan á fiskinn. Bakið í 30 mínútur við 200°C.
  6. Skerið rauðkálið í þunnar ræmur.
  7. Smyrjið rúgbrauðið með smjöri, dreifið rauðkálinu ofan á, því næst kemur rauðsprettan og toppið svo með remúlaði og ferskri steinselju.

Heimagert remúlaði

  1. Skerið sýrðu gúrkurnar smátt.
  2. Hrærið saman majónesi, sýrðum rjóma, sinnepi og kryddi. Varist að krydda of mikið með karrý eða túrmeriki, mæli með að smakka sig áfram.
  3. Bætið svo við sýðrum gúrkum og capers og hrærið.

Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ HELGARINNAR!

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

AUÐVELT JÓLANAMMI SEM ALLIR ELSKA

Skrifa Innlegg