Humar og beikon í brauði með guðdómlegri sósu, þarf eitthvað að segja meira? Í samstarfi við Hatting þá nota ég þetta dásamlega góða pítubrauð frá þeim og það er frábært að eiga það til í frystinum. Þessi píta er ein sú allra besta sem ég hef smakkað ef pítu má kalla! Innblásturinn að uppskriftinni er samloka sem fékkst á Rabbarbarnum en sá staður er því miður hættur og verður sárt saknað.
Fyrir 3-4
Pítubrauð frá Hatting
500 g skelflettur humar, frosinn
2-3 msk fersk steinselja, söxuð
2 lítil hvítlauksrif, pressuð
1 msk ferskur sítrónusafi
1-2 msk Ólífuolía
Salt og pipar
Smjör til steikingar
8-12 sneiðar af beikoni (eftir smekk)
Kokteiltómatar, skornir í sneiðar
Klettasalat
Basil sósa
2-3 dl fersk basilka
4 msk majónes, ég notaði frá Hellmanns
2 msk sýrður rjómi
1 msk hunang
1-2 msk safi úr ferskri sítrónu
Salt og pipar
Aðferð
- Veltið humrinum uppúr steinselju, hvítlauk, sítrónusafa, ólífuolíu, salti og pipar.
- Bakið beikonið í 8-10 mínútur við 200°C eða þar til beikonið er orðið vel stökkt.
- Á meðan beikonið er að bakast þá steikið þið humarinn uppúr smjöri, tekur örfáar mínútur.
- Hitið Hatting pítubrauðið í ofninum eða í brauðristinni.
- Útbúið basil sósuna. Ég blanda öllu saman með töfrasprota en það er ekkert mál að saxa basilikuna smátt og blanda öllu saman með skeið.
- Fyllið pítubrauðið með sósunni, klettasalati, tómötum, beikonsneiðum og humrinum eftir smekk.
Og munið að mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! :)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!
// HILDUR RUT
Skrifa Innlegg