fbpx

MYNDBAND: LJÚFFENG OSTAKAKA Í GLÖSUM

EFTIRRÉTTIR & KÖKURSAMSTARFUPPSKRIFTAMYNDBÖNDUPPSKRIFTIR

Ostakaka með TUC kexi og Milka toffee creme súkkulaði sem ég gerði í samstarfi með Innnes. Þessi ostakaka er brjálæðislega ljúffeng og auðveld í undirbúningi. Fullkominn eftirréttur sem gott er að gera með smá fyrirvara, geyma í ísskápnum og skella ferskum berjum ofan á þegar það á bera þetta fram.

Fyrir 4-6
1 pakkning Tuc kex
100 g brætt smjör
2 ½ dl rjómi
200 g Philadelphia rjómaostur
2 msk flórsykur
100 g Milka toffee creme
2 msk rjómi
Fersk ber

Aðferð:

  1. Bræðið Milka toffee creme í potti ásamt 2 msk rjóma og blandið saman. Takið til hliðar og látið kólna.
  2. Bræðið smjörið. Myljið Tuc kexið í matvinnsluvél og hrærið saman við smjörið.
  3. Dreifið blöndunni í falleg glös.
  4. Setjið í kæli á meðan þið gerið rjómaostablönduna.
  5. Hrærið saman rjómaosti og flórsykri. Hellið Milka súkkulaðinu saman við og hrærið.
  6. Þeytið rjóma og blandið saman við rjómaostablönduna.
  7. Dreifið blönduna ofan á tuc kexið og kælið.
  8. Toppið kökuna með berjum og Milka toffee creme mulningi.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU OG GÓÐA HELGI! :)

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

TAQUITOS MEÐ KJÚKLINGI & GUACAMOLE

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1