Ég gerði þessar djúsí og gómsætu kjúklinga vefjur í samstarfi við Innnes. Stökkur og safaríkur kjúklingur ofnbakaður með Tuc kexi og settur inn í tortillur með rjómaosti, rauðkáls hrásalati, tómötum og avókadó. Þessi máltíð klikkar ekki og er afar fljótleg!
Uppskrift að 4 vefjum
2 kjúklingabringur frá Rose poultry
Salt & pipar
½ Tuc orginal kex pakkning
½ dl hveiti
1 egg
PAM sprey
4 tortillur með grillrönd frá Mission
Tómatur, skorinn í sneiðar
Avókadó, skorið í sneiðar
Philadelphia rjómaostur
Rauðkálshrásalat
5 dl rauðkál
4-5 msk majónes frá Heinz
1-2 tsk Tabasco sriracha sósa
Aðferð
- Skerið kjúklingabringurnar í tvennt langsum þannig að úr verða tvær þunnar sneiðar og kryddið þær með salti og pipar.
- Myljið Tuc kex í matvinnsluvél eða með því að setja í poka og renna kökukefli yfir.
- Veltið þeim upp úr hveitinu, egginu og síðan Tuc kex mulningnum.
- Spreyið eldfast form með Pam og leggið kjúklinginn í það. Spreyið með Pam yfir hann og bakið í 35-40 mínútur við 190°C eða þar til kjúklingurinn er orðinn gylltur.
- Hitið tortillurnar og smyrjið þær með rjómaosti, dreifið rauðkálshrásalati, kjúklingnum, tómatsneiðum og avókadósneiðum. Gott að dreifa öllu á annan endann á tortillunni, brjóta hana saman eins og umslag og rúlla henni upp.
Mér finnst alltaf gaman að heyra frá ykkur ef að þið prófið! ;)
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU!
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg