fbpx

MÖNDLU CROISSANT

MORGUNMATUR & BRÖNSUPPSKRIFTIR

Hvað er ljúffengra en nýbakað möndlu croissant með kaffibollanum? Hér kemur uppskrift að einföldu möndlu croissant sem passar sérlega vel  með sunnudagskaffinu. Croissant fyllt með dásamlegri möndlufyllingu og bakað inn í ofni. Ég elska að panta mér möndlu croissant á kaffihúsi og hef lengi ætlað að útbúa svona sjálf. Pinterest hjálpaði mér svo að setja saman þessa ljúffengu uppskrift. Þið sælkerarnir verðið að prófa þetta. Namminamm!

4 croissant
40 g smjör, við stofuhita
½ dl sykur
1 dl möndlumjöl
1 msk hveiti
1 egg
1 tsk vanilludropar
½ tsk möndludropar
½ dl möndlurflögur
1-2 msk flórsykur

Aðferð

  1. Byrjið á því að hræra smjörið þar til það verður mýkra.
  2. Blandið sykrinum saman við og hrærið þar til blandan verður flöffý.
  3. Hrærið möndlumjölinu og hveitinu saman í aðra skál. Blandið helmingnum saman við smjörblönduna og hrærið rólega. Þegar það hefur blandast saman þá bætið þið restinni saman við og hrærið rólega.
  4. Blandið egginu, vanilludropum og möndludropum saman við.
  5. Skerið croissant-in í tvennt og fyllið botninn með 3 msk af möndlublöndunni.
  6. Lokið þeim og smyrjið 1 msk af fyllingunni á lokið. 
  7. Dreifið möndluflögunum á disk og þrýstið croissant-unum ofaní möndlurnar.
  8. Bakið inn í ofnið í 15-20 mínútur við 175°C á blæstri.
  9. Stráið flórsykri yfir nýbökuðu croissant-in og njótið.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! 

// HILDUR RUT

INSTAGRAM: @hildurrutingimars

FYLLT BRAUÐ: MYNDBAND

Skrifa Innlegg