Hvað er ljúffengra en nýbakað möndlu croissant með kaffibollanum? Hér kemur uppskrift að einföldu möndlu croissant sem passar sérlega vel með sunnudagskaffinu. Croissant fyllt með dásamlegri möndlufyllingu og bakað inn í ofni. Ég elska að panta mér möndlu croissant á kaffihúsi og hef lengi ætlað að útbúa svona sjálf. Pinterest hjálpaði mér svo að setja saman þessa ljúffengu uppskrift. Þið sælkerarnir verðið að prófa þetta. Namminamm!
4 croissant
40 g smjör, við stofuhita
½ dl sykur
1 dl möndlumjöl
1 msk hveiti
1 egg
1 tsk vanilludropar
½ tsk möndludropar
½ dl möndlurflögur
1-2 msk flórsykur
Aðferð
- Byrjið á því að hræra smjörið þar til það verður mýkra.
- Blandið sykrinum saman við og hrærið þar til blandan verður flöffý.
- Hrærið möndlumjölinu og hveitinu saman í aðra skál. Blandið helmingnum saman við smjörblönduna og hrærið rólega. Þegar það hefur blandast saman þá bætið þið restinni saman við og hrærið rólega.
- Blandið egginu, vanilludropum og möndludropum saman við.
- Skerið croissant-in í tvennt og fyllið botninn með 3 msk af möndlublöndunni.
- Lokið þeim og smyrjið 1 msk af fyllingunni á lokið.
- Dreifið möndluflögunum á disk og þrýstið croissant-unum ofaní möndlurnar.
- Bakið inn í ofnið í 15-20 mínútur við 175°C á blæstri.
- Stráið flórsykri yfir nýbökuðu croissant-in og njótið.
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU & NJÓTIÐ VEL! ♥
// HILDUR RUT
INSTAGRAM: @hildurrutingimars
Skrifa Innlegg